Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2018 20:45 Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39
Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent