Eins og hnefaleikakappi klár í slaginn með sigurvindilinn kláran Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 08:00 Erik Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn í dag. vísir/arnar halldórsson Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00