Lars reiður út af leka hjá norska liðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. september 2018 15:45 Lars þarf að tukta menn til. vísir/getty Norska landsliðið er á flugi undir stjórn Lars Lagerbäck og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Svíinn er þó ekki kátur enda heldur byrjunarliðið hans áfram að leka út. Noregur skellti Kýpur, 2-0, í Þjóðadeildinni í gær og handbragð Lars á liðinu er að verða afar áberandi. Norðmenn litu mjög vel út og hefðu getað unnið mun stærra. Sex tímum fyrir leik var byrjunarlið Lars aftur á móti komið í birtingu hjá TV2. Þetta er í annað sinn sem byrjunarlið Lars lekur út. Það gerðist fyrir vináttulandsleik í sumar en Svíinn er afar óhress að það sé enn leki og það fyrir alvöruleik. „Það er miður að þetta hafi gerst. Það leggja allir mikið upp úr því að greina andstæðingana og oft geta litlu hlutirnir skipt öllu máli. Það gæti því orðið dýrt fyrir okkur ef liðið heldur áfram að leka út,“ sagði Lagerbäck eftir leikinn. Álíka mál kom upp hjá Lagerbäck á Íslandi fyrir fyrri umspilsleikinn gegn Króötum um laust sæti á HM. Þá sagði Sveppi í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 að Eiður yrði ekki í liðinu en hann hafði verið í liðinu í undanförnum leikjum. Þetta útspil Sveppa vakti ekki mikla lukku hjá Lars og Heimi á þeim tíma. Eiður sjálfur var líka ósáttur við vin sinn eftir leik og kallaði hann fávita. Svo brosti hann og gekk á brott úr viðtalinu. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Norska landsliðið er á flugi undir stjórn Lars Lagerbäck og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Svíinn er þó ekki kátur enda heldur byrjunarliðið hans áfram að leka út. Noregur skellti Kýpur, 2-0, í Þjóðadeildinni í gær og handbragð Lars á liðinu er að verða afar áberandi. Norðmenn litu mjög vel út og hefðu getað unnið mun stærra. Sex tímum fyrir leik var byrjunarlið Lars aftur á móti komið í birtingu hjá TV2. Þetta er í annað sinn sem byrjunarlið Lars lekur út. Það gerðist fyrir vináttulandsleik í sumar en Svíinn er afar óhress að það sé enn leki og það fyrir alvöruleik. „Það er miður að þetta hafi gerst. Það leggja allir mikið upp úr því að greina andstæðingana og oft geta litlu hlutirnir skipt öllu máli. Það gæti því orðið dýrt fyrir okkur ef liðið heldur áfram að leka út,“ sagði Lagerbäck eftir leikinn. Álíka mál kom upp hjá Lagerbäck á Íslandi fyrir fyrri umspilsleikinn gegn Króötum um laust sæti á HM. Þá sagði Sveppi í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 að Eiður yrði ekki í liðinu en hann hafði verið í liðinu í undanförnum leikjum. Þetta útspil Sveppa vakti ekki mikla lukku hjá Lars og Heimi á þeim tíma. Eiður sjálfur var líka ósáttur við vin sinn eftir leik og kallaði hann fávita. Svo brosti hann og gekk á brott úr viðtalinu.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira