Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 14:30 Hólmar Örn Eyjólfsson í leik á móti Mexíkó í byrjun árs. vísir/getty Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, nýtur lífsins í Sofiu í Búlgaríu þar sem að hann spilar með sínu félagsliði, Levski Sofia. Liðið er í bullandi gír í baráttunni um Búlgaríumeistaratitilinn og Hólmar lykilmaður eftir komuna frá Rosenborg þar sem að hann var einn besti varnarmaður norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég hef það mjög fínt. Við erum á toppnum núna og hlutirnir eru að falla með okkur. Það er bara spurning um að halda þessu áfram en eins og í öðrum deildum er umspil í lokin þar sem að allt getur gerst. Þetta lítur vel út. Við erum búnir að styrkja liðið vel og vonumst til að verða meistarar,“ segir Hólmar.vísir/gettySkilur pirringinn Hann var á mála hjá West Ham en bjó svo í Noregi lengi áður en að hann flutti til Búlgaríu þar sem lífið er öðruvísi en hann segist fljótur að aðlgast. „Það tók ekki langan tíma. Lífið er ljúft þarna. Konunni og stelpunni líður vel. Umhverfið er flott og borgin er góð og öllum líður vel,“ segir hann. Þrátt fyrir gott gengi Levski Sofia þessa dagana fór liðið illa að ráði sínu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem að Sofiu-menn duttu út í tveggja leikja einvígi á móti Vaduz frá smáríkinu Lichtenstein. Stuðningsmenn Levski Sofia höfðu nákvæmlega engan húmor fyrir þeim úrslitum og trylltust í leikslok. Þeir rifu upp sæti í stúkunni og grýttu inn á völlinn ásamt öðrum lausamunum sem að þeir fundu. „Maður skilur þennan pirring upp að vissu marki. Okkur var kastað inn í klefa fljótlega og svo kom fjölskyldan yfir. Við þurftum að bíða á bílastæðinu í einhverja tvo tíma eftir að komast heim. Þetta er bara búið núna og þeir orðnir sáttir við okkur núna enda erum við á toppnum á deildinni,“ segir Hólmar en bullinu lauk ekki þarna. „Þeir mættu á æfingasvæðið daginn eftir en hvað mig varðar hefur þetta verið mest jákvætt. Ég hef ekki upplifað neina ógn sem stafar af þeim. Okkur líður bara mjög vel þarna,“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42 Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00 Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, nýtur lífsins í Sofiu í Búlgaríu þar sem að hann spilar með sínu félagsliði, Levski Sofia. Liðið er í bullandi gír í baráttunni um Búlgaríumeistaratitilinn og Hólmar lykilmaður eftir komuna frá Rosenborg þar sem að hann var einn besti varnarmaður norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég hef það mjög fínt. Við erum á toppnum núna og hlutirnir eru að falla með okkur. Það er bara spurning um að halda þessu áfram en eins og í öðrum deildum er umspil í lokin þar sem að allt getur gerst. Þetta lítur vel út. Við erum búnir að styrkja liðið vel og vonumst til að verða meistarar,“ segir Hólmar.vísir/gettySkilur pirringinn Hann var á mála hjá West Ham en bjó svo í Noregi lengi áður en að hann flutti til Búlgaríu þar sem lífið er öðruvísi en hann segist fljótur að aðlgast. „Það tók ekki langan tíma. Lífið er ljúft þarna. Konunni og stelpunni líður vel. Umhverfið er flott og borgin er góð og öllum líður vel,“ segir hann. Þrátt fyrir gott gengi Levski Sofia þessa dagana fór liðið illa að ráði sínu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem að Sofiu-menn duttu út í tveggja leikja einvígi á móti Vaduz frá smáríkinu Lichtenstein. Stuðningsmenn Levski Sofia höfðu nákvæmlega engan húmor fyrir þeim úrslitum og trylltust í leikslok. Þeir rifu upp sæti í stúkunni og grýttu inn á völlinn ásamt öðrum lausamunum sem að þeir fundu. „Maður skilur þennan pirring upp að vissu marki. Okkur var kastað inn í klefa fljótlega og svo kom fjölskyldan yfir. Við þurftum að bíða á bílastæðinu í einhverja tvo tíma eftir að komast heim. Þetta er bara búið núna og þeir orðnir sáttir við okkur núna enda erum við á toppnum á deildinni,“ segir Hólmar en bullinu lauk ekki þarna. „Þeir mættu á æfingasvæðið daginn eftir en hvað mig varðar hefur þetta verið mest jákvætt. Ég hef ekki upplifað neina ógn sem stafar af þeim. Okkur líður bara mjög vel þarna,“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42 Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00 Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Allir leikmenn fá samtal við Hamrén sem vill hlusta á fólkið í kringum sig Erik Hamrén reynir að ræða við alla leikmenn liðsins einn á einn. 7. september 2018 10:42
Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02
25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Hörður Björgvin Magnússon er ánægður með lífið hjá stórliðinu CSKA Moskvu. 7. september 2018 13:00
Emil spilar ekki á morgun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi landsliðsins í Sviss í morgun að Emil Hallfreðsson muni ekki spila með liðinu á morgun. 7. september 2018 10:30
Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn