25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 13:00 Hörður Björgvin Magnússon nýtur lífsins í rússnesku höfuðborginni. vísri/arnar halldórsson Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, var seldur frá Bristol City í ensku B-deildinni til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu í sumar þar sem að hann byrjar alla leiki þessa dagana. Hörður fékk ekki mikið að spila hjá Bristol en hann gerði nóg þar og á HM til að heilla forráðamenn rússneska veldisins sem hefur um árabil verið eitt besta lið Rússlands og fastagestur í Meistaradeildinni. Framarinn nýtur lífsins í Moskvu. Hann segist hafa verið fljótur að koma sér inn í hlutina þó að svolítið erfitt sé að læra tungumálið.Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann er kominn til Rússlands.vísir/gettyAnnar Íslendingur til Moskvu „Ég er búinn að aðlagast mjög vel og er orðinn smá Rússi eins og allir sem að búa þarna. Nýtt þjóðerni, nýtt tungumál. Það er bara gaman að þessu. Málið er erfitt að læra en mig langar að læra það og tala það við ykkur einn daginn. Ég er gríðarlega sáttur með þetta skref sem að ég tók og þetta hefur bara verið allt upp á við,“ segir Hörður Björgvin. Þegar að rignir, þá hellirignir. Eða svo gott sem. Aldrei hafði Íslendingur spilað fyrir CSKA Moskvu en á lokadegi félagaskiptagluggans fékk Hörður óvæntan liðsstyrk frá Íslandi þegar að táningurinn Arnór Sigurðsson var keyptur frá IFK Norrköping í Svíþjóð.Viking is coming home! pic.twitter.com/Xy5Yg2AxiH — PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) August 31, 2018 „Þetta er skrítin tilfinning því ég hef aldrei verið með Íslendingi í liði í atvinnumennskunni. Þetta er nýtt fyrir mér. Hann kom á lokamínútum gluggans. Þetta er efnilegur strákur sem að hefur staðið sig vel hjá Norrköping. Hann mun klárlega bæta okkar leik,“ segir Hörður sem er ekki nema 25 ára en er einn af eldri mönnum liðsins. „Meðalaldurinn í liðinu er 22-23 ára þannig að ég er talinn einn sá elsti og reyndasti ásamt Igor Akinfeev markverði. Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að tala betur við ungu leikmennina og gera þá betri,“ segir hann.Hörður Björgvin tók Víkingaklappið og bauð Aron velkominn.Mynd/Twitter/@pfc_cskaLíst vel á þrjá miðverði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur gælt við það að spila með þriggja manna miðvarðalínu sem myndi líklega þýða að Hörður færist innan í vörninni. Það er fínt því Hörður er miðvörður og spilar í þriggja manna kerfi í Rússlandi. „Honum finnst gaman að spila með þriggja manna vörn og ég þekki það mjög vel. Ég væri sáttur með að íslenska landsliðið fari í þriggja manna. Ef að það kemur verður gaman að fá tækifæri til að spila það og hafa tvo sókndjarfa kantmenn og bakverði. Það gefur meira svigrúm fyrir okkur varnarmennina að fara framar,“ segir Hörður Björgvin. Hörður lenti í smá basli þegar að hann bauð Arnór Sigurðsson velkominn í kynningarmyndbandi CSKA Moskvu. Hann ruglaðist þá á nöfnum og bauð Aron velkominn. Það var síðan lagað með góðu döbbi. Stóra spurningin er því: Aron eða Arnór? „Verðum við ekki að segja bara Aron,“ segir Hörður Björgvin Magnússon og hlær dátt. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, var seldur frá Bristol City í ensku B-deildinni til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu í sumar þar sem að hann byrjar alla leiki þessa dagana. Hörður fékk ekki mikið að spila hjá Bristol en hann gerði nóg þar og á HM til að heilla forráðamenn rússneska veldisins sem hefur um árabil verið eitt besta lið Rússlands og fastagestur í Meistaradeildinni. Framarinn nýtur lífsins í Moskvu. Hann segist hafa verið fljótur að koma sér inn í hlutina þó að svolítið erfitt sé að læra tungumálið.Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann er kominn til Rússlands.vísir/gettyAnnar Íslendingur til Moskvu „Ég er búinn að aðlagast mjög vel og er orðinn smá Rússi eins og allir sem að búa þarna. Nýtt þjóðerni, nýtt tungumál. Það er bara gaman að þessu. Málið er erfitt að læra en mig langar að læra það og tala það við ykkur einn daginn. Ég er gríðarlega sáttur með þetta skref sem að ég tók og þetta hefur bara verið allt upp á við,“ segir Hörður Björgvin. Þegar að rignir, þá hellirignir. Eða svo gott sem. Aldrei hafði Íslendingur spilað fyrir CSKA Moskvu en á lokadegi félagaskiptagluggans fékk Hörður óvæntan liðsstyrk frá Íslandi þegar að táningurinn Arnór Sigurðsson var keyptur frá IFK Norrköping í Svíþjóð.Viking is coming home! pic.twitter.com/Xy5Yg2AxiH — PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) August 31, 2018 „Þetta er skrítin tilfinning því ég hef aldrei verið með Íslendingi í liði í atvinnumennskunni. Þetta er nýtt fyrir mér. Hann kom á lokamínútum gluggans. Þetta er efnilegur strákur sem að hefur staðið sig vel hjá Norrköping. Hann mun klárlega bæta okkar leik,“ segir Hörður sem er ekki nema 25 ára en er einn af eldri mönnum liðsins. „Meðalaldurinn í liðinu er 22-23 ára þannig að ég er talinn einn sá elsti og reyndasti ásamt Igor Akinfeev markverði. Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að tala betur við ungu leikmennina og gera þá betri,“ segir hann.Hörður Björgvin tók Víkingaklappið og bauð Aron velkominn.Mynd/Twitter/@pfc_cskaLíst vel á þrjá miðverði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur gælt við það að spila með þriggja manna miðvarðalínu sem myndi líklega þýða að Hörður færist innan í vörninni. Það er fínt því Hörður er miðvörður og spilar í þriggja manna kerfi í Rússlandi. „Honum finnst gaman að spila með þriggja manna vörn og ég þekki það mjög vel. Ég væri sáttur með að íslenska landsliðið fari í þriggja manna. Ef að það kemur verður gaman að fá tækifæri til að spila það og hafa tvo sókndjarfa kantmenn og bakverði. Það gefur meira svigrúm fyrir okkur varnarmennina að fara framar,“ segir Hörður Björgvin. Hörður lenti í smá basli þegar að hann bauð Arnór Sigurðsson velkominn í kynningarmyndbandi CSKA Moskvu. Hann ruglaðist þá á nöfnum og bauð Aron velkominn. Það var síðan lagað með góðu döbbi. Stóra spurningin er því: Aron eða Arnór? „Verðum við ekki að segja bara Aron,“ segir Hörður Björgvin Magnússon og hlær dátt.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00
Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00
Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45
Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45