Saka gúrú á tælenskri jógastöð um gróft kynferðisofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2018 08:21 Frá Agama Yoga-stöðinni. facebook-síða agama yoga Fjórtán konur sem dvalið hafa á jógastöðinni Agama Yoga á tælensku eyjunni Koh Pangan saka gúrú stöðvarinnar, Swami Vivekandanda Saraswati, um gróft kynferðisofbeldi á meðan á dvöl þeirra á stöðinni stóð. Þrjár þeirra segja gúrúinn, sem er frá Rúmeníu og heitir réttu nafni Narcis Tarcau, hafa nauðgað sér undir því yfirskini að um andlega heilun væri að ræða. Aðrar segja Tarcau hafa beitt þær annars konar kynferðisofbeldi í einkatímum sem hann var með á skrifstofu sinni. Fjallað er um málið í ítarlegri umfjöllun á vef Guardian. Blaðamaður miðilsins ræddi við fjórtán konur og tvo karla vegna umfjöllunarinnar, en konurnar kusu flestar að koma ekki fram undir nafni.„Ég veit hvað er best fyrir þig“ Öll lýsa þau því hvernig hundruð kvenna voru „heilaþvegnar“ til þess að stunda kynlíf með Narcau, allt í nafni þess að þær næðu æðri þekkingu á þeim fornu fræðum búddisma og hindú-trúar sem kennd voru í jógastöðinni. Konurnar fjórtán sem segja frá upplifun sinni í umfjöllun Guardian koma frá Bretlandi, Ástralíu, Brasilíu, Bandaríkjunum og Kanada. Þær ellefu sem segjast hafa orðið fyrir annars konar kynferðisofbeldi en nauðgun lýsa því að Tracau hafi stungið fingur inn í leggöng þeirra gegn þeirra vilja, hann hafi káfað og klipið í þær af áfergju eða viðhaft aðra kynferðislega tilburði við þær án þess að þær vildu það. Þegar þær sögðu „nei,“ á Tarcau að hafa sagt við þær: „Ég veit hvað er best fyrir þig,“ áður en hann þröngvaði sér síðan á þær.Herferð gegn stöðinni sem sé drifin áfram af hatri Agama Yoga-stöðin var stofnuð árið 2003. Mikill meirihluti nemendanna hafa í gegnum tíðina verið konur en karlkyns nemendur lýsa einnig menningu innan stöðvarinnar þar sem óviðeigandi kynferðisleg hegðun af hálfu kennara var látin viðgangast. Þannig hafa tveir aðrir karlkyns kennarar við stöðina einnig verið sakaðir um nauðgun og annað kynferðisofbeldi. Þeir hættu báðir störfum á stöðinni í júlí síðastliðnum eftir að ásakanirnar komu fram. Tarcau á einnig að hafa hætt þá og er ekki lengur í Tælandi. Í yfirlýsingum sem stöðin sjálf hefur sent frá sér segir að hún harmi þær þjáningar sem margar konur hafi greint frá. Þá hafi stöðin aldrei neitað ásökunum kvennanna en því er jafnframt haldið fram í yfirlýsingu að um sé að ræða herferð gegn stöðinni sem drifin sé áfram af hatri.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Fjórtán konur sem dvalið hafa á jógastöðinni Agama Yoga á tælensku eyjunni Koh Pangan saka gúrú stöðvarinnar, Swami Vivekandanda Saraswati, um gróft kynferðisofbeldi á meðan á dvöl þeirra á stöðinni stóð. Þrjár þeirra segja gúrúinn, sem er frá Rúmeníu og heitir réttu nafni Narcis Tarcau, hafa nauðgað sér undir því yfirskini að um andlega heilun væri að ræða. Aðrar segja Tarcau hafa beitt þær annars konar kynferðisofbeldi í einkatímum sem hann var með á skrifstofu sinni. Fjallað er um málið í ítarlegri umfjöllun á vef Guardian. Blaðamaður miðilsins ræddi við fjórtán konur og tvo karla vegna umfjöllunarinnar, en konurnar kusu flestar að koma ekki fram undir nafni.„Ég veit hvað er best fyrir þig“ Öll lýsa þau því hvernig hundruð kvenna voru „heilaþvegnar“ til þess að stunda kynlíf með Narcau, allt í nafni þess að þær næðu æðri þekkingu á þeim fornu fræðum búddisma og hindú-trúar sem kennd voru í jógastöðinni. Konurnar fjórtán sem segja frá upplifun sinni í umfjöllun Guardian koma frá Bretlandi, Ástralíu, Brasilíu, Bandaríkjunum og Kanada. Þær ellefu sem segjast hafa orðið fyrir annars konar kynferðisofbeldi en nauðgun lýsa því að Tracau hafi stungið fingur inn í leggöng þeirra gegn þeirra vilja, hann hafi káfað og klipið í þær af áfergju eða viðhaft aðra kynferðislega tilburði við þær án þess að þær vildu það. Þegar þær sögðu „nei,“ á Tarcau að hafa sagt við þær: „Ég veit hvað er best fyrir þig,“ áður en hann þröngvaði sér síðan á þær.Herferð gegn stöðinni sem sé drifin áfram af hatri Agama Yoga-stöðin var stofnuð árið 2003. Mikill meirihluti nemendanna hafa í gegnum tíðina verið konur en karlkyns nemendur lýsa einnig menningu innan stöðvarinnar þar sem óviðeigandi kynferðisleg hegðun af hálfu kennara var látin viðgangast. Þannig hafa tveir aðrir karlkyns kennarar við stöðina einnig verið sakaðir um nauðgun og annað kynferðisofbeldi. Þeir hættu báðir störfum á stöðinni í júlí síðastliðnum eftir að ásakanirnar komu fram. Tarcau á einnig að hafa hætt þá og er ekki lengur í Tælandi. Í yfirlýsingum sem stöðin sjálf hefur sent frá sér segir að hún harmi þær þjáningar sem margar konur hafi greint frá. Þá hafi stöðin aldrei neitað ásökunum kvennanna en því er jafnframt haldið fram í yfirlýsingu að um sé að ræða herferð gegn stöðinni sem drifin sé áfram af hatri.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira