Wesley Sneijder kvaddi hollenska landsliðið á stórfurðulegan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 09:30 Wesley Sneijder með fjölskyldunni í sófanum. Vísir/Getty Wesley Sneijder spilaði í gærkvöldi sinn síðasta landsleik fyrir Holland en kveðjuathöfn hans í gær var eitthvað sem þú sérð ekki á hverjum degi í boltanum. Wesley Sneijder lék alls í fimmtán ár með hollenska landsliðinu og var með 31 mark í 134 landsleikjum frá 2003 til 2018. Síðasti leikurinn var vináttulandsleikur á móti Perú á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í gærkvöldi þar sem Hollendingar unnu 2-1 endurkomusigur þökk sé tveimur mörkum frá Memphis Depay. Sneijder fékk enga venjulega kveðjuathöfn í leikslok og margir myndu jafnvel kalla hana stórfurðulega. Eftir leikinn þá settist Wesley Sneijder í sófa sem hafði verið stillt upp á miðjum vellinum og var með fjölskyldu sína með sér, eiginkonuna Yolanthe Cabau van Kasbergen og tvö börn. Fyrir framan sófann var sjónvarp. Þetta var í raun eins og góð eftirmynd af stofunni heima en staðfest á miðjum fótboltavelli.Wesley Sneijder was given a bizarre farewell after ending his 15-year Netherlands international career. Check this outhttps://t.co/DJMSosE8e8pic.twitter.com/xz053dQAXz — BBC Sport (@BBCSport) September 7, 2018Þar horfðu þau öll saman á samantektarmyndband frá frábærum landsliðsferli Wesley Sneijder en enginn leikmaður hefur spilað fleiri landsleiki fyrir Hollandi. Sneijder hafði slegið met Edwin van der Sar. Hann er einnig tíundi markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi, 19 mörkum á eftir methafanum Robin van Persie. Einn af hápunktunum á landsliðsferlinum var þegar Wesley Sneijder, sem fyrirliði liðsins, leiddi hollenska landsliðið upp í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en fjórum árum fyrr í Suður Afríku hafði liðið farið alla leið í úrslitaleikinn.After his final Oranje appearance, Sneijder sat in the middle of the pitch with his wife and children on a sofa to watch pre-recorded messages from Dirk Kuijt, Arjen Robben, Louis van Gaal, Rafael van der Vaart, José Mourinho and more. pic.twitter.com/JEeqQTnVpC — Dutch Football (@FootballOranje_) September 6, 2018Vaarwel, @sneijder101010!#NEDPER#WES134pic.twitter.com/eAnxLTmNye — OnsOranje (@OnsOranje) September 6, 2018 Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Wesley Sneijder spilaði í gærkvöldi sinn síðasta landsleik fyrir Holland en kveðjuathöfn hans í gær var eitthvað sem þú sérð ekki á hverjum degi í boltanum. Wesley Sneijder lék alls í fimmtán ár með hollenska landsliðinu og var með 31 mark í 134 landsleikjum frá 2003 til 2018. Síðasti leikurinn var vináttulandsleikur á móti Perú á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í gærkvöldi þar sem Hollendingar unnu 2-1 endurkomusigur þökk sé tveimur mörkum frá Memphis Depay. Sneijder fékk enga venjulega kveðjuathöfn í leikslok og margir myndu jafnvel kalla hana stórfurðulega. Eftir leikinn þá settist Wesley Sneijder í sófa sem hafði verið stillt upp á miðjum vellinum og var með fjölskyldu sína með sér, eiginkonuna Yolanthe Cabau van Kasbergen og tvö börn. Fyrir framan sófann var sjónvarp. Þetta var í raun eins og góð eftirmynd af stofunni heima en staðfest á miðjum fótboltavelli.Wesley Sneijder was given a bizarre farewell after ending his 15-year Netherlands international career. Check this outhttps://t.co/DJMSosE8e8pic.twitter.com/xz053dQAXz — BBC Sport (@BBCSport) September 7, 2018Þar horfðu þau öll saman á samantektarmyndband frá frábærum landsliðsferli Wesley Sneijder en enginn leikmaður hefur spilað fleiri landsleiki fyrir Hollandi. Sneijder hafði slegið met Edwin van der Sar. Hann er einnig tíundi markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi, 19 mörkum á eftir methafanum Robin van Persie. Einn af hápunktunum á landsliðsferlinum var þegar Wesley Sneijder, sem fyrirliði liðsins, leiddi hollenska landsliðið upp í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en fjórum árum fyrr í Suður Afríku hafði liðið farið alla leið í úrslitaleikinn.After his final Oranje appearance, Sneijder sat in the middle of the pitch with his wife and children on a sofa to watch pre-recorded messages from Dirk Kuijt, Arjen Robben, Louis van Gaal, Rafael van der Vaart, José Mourinho and more. pic.twitter.com/JEeqQTnVpC — Dutch Football (@FootballOranje_) September 6, 2018Vaarwel, @sneijder101010!#NEDPER#WES134pic.twitter.com/eAnxLTmNye — OnsOranje (@OnsOranje) September 6, 2018
Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira