Bestu leikmenn Dana voru hvergi sjáanlega vegna verkfalls þeirra og leikmenn danska landsliðsins komu heldur ekki úr tveimur efstu deildunum. Í stað þess voru í liðinu futsal leikmenn og leikmenn úr C-, D-, og E-deildum danska fótboltans.
Vilde seertal: Amputeret landshold banker stjernerne https://t.co/0uBmi1vb1Gpic.twitter.com/oqPPv3UvfD
— B.T. Sport (@BTSporten) September 6, 2018
Þetta var eins og leikmenn íslenska liðsins kæmu út 2. deildarliðum Aftureldingar, Völsungs, Vestra eða Gróttu og úr futsal-liði Vængja Júpiters.
Það var engu að síður miklu meiri áhugi á þessum vináttulandsleik en á vináttulandsleikina rétt fyrir HM í vor þegar danska liðið var með allar sínar stórstjörnur.
BT segir frá því að 624.500 mann horfðu á þennan leik í danska sjónvarpinu í gær eða fleiri en á síðasta fjóra vináttulandsleiki Dana á undan. Leikurinn var sýndur á Kanal 5 og tölurnar eru frá Gallup.
LIVE: Nødlandsholdet lander i Danmark https://t.co/qXQT0QsrMhpic.twitter.com/2U4pbWfHFg
— B.T. Sport (@BTSporten) September 6, 2018
Í vináttulandsleik Dana á móti Svíum í júní þá voru sjónvarpsáhorfendurnar „aðeins“ 346.000 en það sáu 450.000 manns síðasta æfingaleik Dana fyrir HM sem var á móti Mexíkó.
Það lítur út fyrir að þetta „Neyðarlandslið“ eins og Danirnir kalla það sjálfir spili líka leikinn í Þjóðadeildinni á móti Wales en sá leikur verður einmitt sýndur beint á Stöð 2 Sport á sunnudaginn.