Tálbeituaðgerð óbreytts borgara á borði lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2018 13:30 Jóhannes Gísli Eggertsson þóttist vera fjórtán ára stúlka á netinu til að leiða meinta barnaníðinga í gildru. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna daga. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Tugþúsundir horfðu á myndband liðna helgi þegar maður á þrítugsaldri, Jóhannes Gísli Eggertsson, villti á sér heimildir á netinu, þóttist vera fjórtán ára stúlka sem vildi hitta eldri mann. Maður á sextugsaldri svaraði kallinu og hitti manninn á höfuðborgarsvæðinu. Þar var engin fjórtán ára stúlka heldur fyrrnefndur Jóhannes, vopnaður myndavél sem birti samtal sitt við manninn á samfélagsmiðlum.Telur sig vera að bjarga lífum fólks Jóhannes segir í viðtali við Ísland í dag, sem sýnt verður í þætti kvöldsins, að birtingin sé að hans mati réttlætanleg. Vísar hann meðal annars til vefsíðunnar Stöndum saman sem starfrækt var í nokkur ár og birti myndir, nöfn og upplýsingar um dæmda barnaníðinga. „Þetta er þess virði í rauninni. Maður veit ekkert hversu mörg börn menn gætu sært og hversu mörg börn myndu jafnvel fyrirfara sér út af einum manni. Maður verður bara að vega og meta hversu mörgum lífum er hægt að bjarga,“ segir Jóhannes. Á vefnum Stöndum saman var hins vegar um að ræða menn sem hafa verið dæmdir. Nú eru þetta bara menn sem falla í þína gildru og hafa ekki verið dæmdir. Er ekki munur á því? „Algjörlega, það er munur á því, en menn taka þessa áhættu ef þeir eru að fara af stað í eitthvað svona,“ segir Jóhannes.Jóhannes ræddi málin í viðtali við Harmageddon á þriðjudaginn.Í anda Kompáss Aðferð Jóhannesar minnir um margt á umfjöllun Kompás um barnaníð á sínum tíma. Þá villtu fréttamenn á sér heimildir, mæltu sér mót við menn eftir samskipti á spjallborðum en mættu svo í eigin persónu. Í umfjöllun í þáttunum voru mennirnir þó ekki þekkjanlegir nema í tilfelli eins manns sem hlotið hafði fimm ára dóm fyrir þess lags brot. Raunar var það þannig að fréttamenn Kompáss upplýstu mennina um að þeir yrðu ekki þekkjanlegir í umfjölluninni. Andlit þeirra yrðu ekki greinanleg og röddin óþekkjanleg. Misjafnt er hvort sönnunargögn sem aflað var með notkun tálbeitu hafa þýðingu fyrir dómstólum. Þar vegur þyngst hvort tálbeitan hafi beinlínis kallað fram brot sem annars hefði ekki verið framið. Í þeim tilvikum er tilhneigin dómstólanna til að sýkna hinn ákærða.Karólína Finnbjörnsdóttir.lmb mandat lögmannsstofaSegir aðferðirnar vafasamar Karólína Finnbjörnsdóttir er lögmaður og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún hefur skrifað meistararitgerð og fræðigreinar um tálbeitur í sakamálum. „Notkun tálbeitu á netinu við rannsókn sakamála vekur upp ógrynni af áleitnum spurningum sem lúta að réttaröryggi sakbornings og rétt hans til réttlátrar málsmeðferðar,“ segir í ritgerð Karólínu. Hún telur aðferðir Jóhannesar vafasamar. „Það er bara spurningin um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar. Viljum við sleppa því að hafa hér dómskerfi, ákæruvald og annað og gera þetta allt rafrænt? Færa lögreglunni eða bara einhverjum einkaaðilum góðan síma með góðri myndavél þar sem við erum bara að afhjúpa glæpamenn í beinni? Þannig værum við búin að fá nafnið á þeim og myndina og getum gúglað hvar þeir eiga heima o.s.frv. Þetta er bara spurning um hvað fólk vill,“ segir Karólína. Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna daga. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Tugþúsundir horfðu á myndband liðna helgi þegar maður á þrítugsaldri, Jóhannes Gísli Eggertsson, villti á sér heimildir á netinu, þóttist vera fjórtán ára stúlka sem vildi hitta eldri mann. Maður á sextugsaldri svaraði kallinu og hitti manninn á höfuðborgarsvæðinu. Þar var engin fjórtán ára stúlka heldur fyrrnefndur Jóhannes, vopnaður myndavél sem birti samtal sitt við manninn á samfélagsmiðlum.Telur sig vera að bjarga lífum fólks Jóhannes segir í viðtali við Ísland í dag, sem sýnt verður í þætti kvöldsins, að birtingin sé að hans mati réttlætanleg. Vísar hann meðal annars til vefsíðunnar Stöndum saman sem starfrækt var í nokkur ár og birti myndir, nöfn og upplýsingar um dæmda barnaníðinga. „Þetta er þess virði í rauninni. Maður veit ekkert hversu mörg börn menn gætu sært og hversu mörg börn myndu jafnvel fyrirfara sér út af einum manni. Maður verður bara að vega og meta hversu mörgum lífum er hægt að bjarga,“ segir Jóhannes. Á vefnum Stöndum saman var hins vegar um að ræða menn sem hafa verið dæmdir. Nú eru þetta bara menn sem falla í þína gildru og hafa ekki verið dæmdir. Er ekki munur á því? „Algjörlega, það er munur á því, en menn taka þessa áhættu ef þeir eru að fara af stað í eitthvað svona,“ segir Jóhannes.Jóhannes ræddi málin í viðtali við Harmageddon á þriðjudaginn.Í anda Kompáss Aðferð Jóhannesar minnir um margt á umfjöllun Kompás um barnaníð á sínum tíma. Þá villtu fréttamenn á sér heimildir, mæltu sér mót við menn eftir samskipti á spjallborðum en mættu svo í eigin persónu. Í umfjöllun í þáttunum voru mennirnir þó ekki þekkjanlegir nema í tilfelli eins manns sem hlotið hafði fimm ára dóm fyrir þess lags brot. Raunar var það þannig að fréttamenn Kompáss upplýstu mennina um að þeir yrðu ekki þekkjanlegir í umfjölluninni. Andlit þeirra yrðu ekki greinanleg og röddin óþekkjanleg. Misjafnt er hvort sönnunargögn sem aflað var með notkun tálbeitu hafa þýðingu fyrir dómstólum. Þar vegur þyngst hvort tálbeitan hafi beinlínis kallað fram brot sem annars hefði ekki verið framið. Í þeim tilvikum er tilhneigin dómstólanna til að sýkna hinn ákærða.Karólína Finnbjörnsdóttir.lmb mandat lögmannsstofaSegir aðferðirnar vafasamar Karólína Finnbjörnsdóttir er lögmaður og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún hefur skrifað meistararitgerð og fræðigreinar um tálbeitur í sakamálum. „Notkun tálbeitu á netinu við rannsókn sakamála vekur upp ógrynni af áleitnum spurningum sem lúta að réttaröryggi sakbornings og rétt hans til réttlátrar málsmeðferðar,“ segir í ritgerð Karólínu. Hún telur aðferðir Jóhannesar vafasamar. „Það er bara spurningin um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar. Viljum við sleppa því að hafa hér dómskerfi, ákæruvald og annað og gera þetta allt rafrænt? Færa lögreglunni eða bara einhverjum einkaaðilum góðan síma með góðri myndavél þar sem við erum bara að afhjúpa glæpamenn í beinni? Þannig værum við búin að fá nafnið á þeim og myndina og getum gúglað hvar þeir eiga heima o.s.frv. Þetta er bara spurning um hvað fólk vill,“ segir Karólína.
Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira