„Hef aldrei áður á ævinni fundið svona mikið til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 08:30 Ashley Williams fer hér sárþjáður af velli í maí. Vísir/Getty Ashley Williams endaði á sjúkrahúsi eftir síðasta landsleik sinn í maí en hann er mættur aftur í landsliðsbúninginn og spilar sinn 80. landsleik fyrir Wales á móti Írlandi í kvöld. Ashley Williams er fyrirliði velska landsliðsons en hann er nú á láni hjá Stoke City frá Everton. Hann hefur spilað með Gylfa Þór Sigurðssyni bæði hjá Everton og Swansea City. Í maí var Ashley Williams að spila með velska landsliðinu í vináttuleik á móti Mexíkó í Bandaríkjunum þegar hann mölbraut tvö rifbein eftir slæmt samstuð. Williams var fluttur á sjúkrahús en sem betur fer tóku læknarnir, á þessu sjúkrahúsi í Kaliforníu, eftir því að annað lungað hans var fallið saman því annars hefði getað farið mun verr fyrir honum. Hann fór því í skyndi í aðgerð. Aðgerðin tókst vel og hann var kominn aftur inn á fótboltavöllinn í haust.Multiple breaks of two ribs and a collapsed lung. Ashley Williams has spoken on the injury that he says "could have been a lot worse". More: https://t.co/TQlX2XMcT2pic.twitter.com/r3iMGjQx3r — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018„Þegar ég horfi til baka þá hefði þetta getað verið mun verra. Það fær mann til að hugsa,“ sagði Ashley Williams í viðtali við BBC. „Þetta var alvarlegt þó að ég hafi ekki verið á því þarna en kannski hafði morfínið einhver áhrif þar,“ sagði Williams í léttum tón. „Ég fann mikið til og ég hef aldrei áður á ævinni fundið svona mikið til. Sársaukinn fylgdi hverjum andardrætti og allir sem hafa orðið fyrir svona meiðslum geta sagt hversu vont þetta er,“ sagði Williams. „Þetta hefði getað endað mun verr ef læknaliðið hefði ekki tekið eftir þessu eða að ég hefði farið í flug. Þá hefði þetta getað orðið mjög slæmt,“ sagði Williams. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Ashley Williams endaði á sjúkrahúsi eftir síðasta landsleik sinn í maí en hann er mættur aftur í landsliðsbúninginn og spilar sinn 80. landsleik fyrir Wales á móti Írlandi í kvöld. Ashley Williams er fyrirliði velska landsliðsons en hann er nú á láni hjá Stoke City frá Everton. Hann hefur spilað með Gylfa Þór Sigurðssyni bæði hjá Everton og Swansea City. Í maí var Ashley Williams að spila með velska landsliðinu í vináttuleik á móti Mexíkó í Bandaríkjunum þegar hann mölbraut tvö rifbein eftir slæmt samstuð. Williams var fluttur á sjúkrahús en sem betur fer tóku læknarnir, á þessu sjúkrahúsi í Kaliforníu, eftir því að annað lungað hans var fallið saman því annars hefði getað farið mun verr fyrir honum. Hann fór því í skyndi í aðgerð. Aðgerðin tókst vel og hann var kominn aftur inn á fótboltavöllinn í haust.Multiple breaks of two ribs and a collapsed lung. Ashley Williams has spoken on the injury that he says "could have been a lot worse". More: https://t.co/TQlX2XMcT2pic.twitter.com/r3iMGjQx3r — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018„Þegar ég horfi til baka þá hefði þetta getað verið mun verra. Það fær mann til að hugsa,“ sagði Ashley Williams í viðtali við BBC. „Þetta var alvarlegt þó að ég hafi ekki verið á því þarna en kannski hafði morfínið einhver áhrif þar,“ sagði Williams í léttum tón. „Ég fann mikið til og ég hef aldrei áður á ævinni fundið svona mikið til. Sársaukinn fylgdi hverjum andardrætti og allir sem hafa orðið fyrir svona meiðslum geta sagt hversu vont þetta er,“ sagði Williams. „Þetta hefði getað endað mun verr ef læknaliðið hefði ekki tekið eftir þessu eða að ég hefði farið í flug. Þá hefði þetta getað orðið mjög slæmt,“ sagði Williams.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira