Paragvæjar flytja sendiráðið aftur til Tel Aviv Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2018 23:30 Mario Abdo Benítez er nýr forseti Paragvæ. Vísir/Getty Mikil spenna er komin upp í samskiptum Ísraels og Paragvæ eftir að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að sendiráð landsins í Ísrael yrði flutt aftur til Tel Avív, þremur mánuðum eftir að það var flutt til Jerúsalem. Einungis þrír mánuðir eru síðan að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að landið myndi fylgja fordæmi Bandaríkjastjórnar með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð sitt til borgarinnar. Stjórnvöld í Ísrael hafa gagnrýnt nýjustu ákvörðun stjórnar Paragvæ harðlega, lokað sendiráði sínu í paragvæsku höfuðborginni Asunción og kallað sendiherrann heim. Ný stjórn tók við völdum í Paragvæ fyrir um mánuði síðan og segir nýr utanríkisráðherra landsins Luis Alberto Castiglioni, að Paragvæar vilji með þessi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að ná fram varanlegum friði í Miðausturlöndum. Allt frá stofnun Ísraelsríkis 1948 hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila á svæðinu, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg. Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborgina. Þannig var ekkert sendiráð staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 þar til að Bandaríkjamenn fluttu sitt fyrr á árinu. Gvatemala og Paragvæ fylgdu svo í kjölfar Bandaríkjanna, en nú hafa Paragvæar sem sagt endurskoðað ákvörðun sína. Gvatemala Ísrael Paragvæ Suður-Ameríka Tengdar fréttir Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Mikil spenna er komin upp í samskiptum Ísraels og Paragvæ eftir að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að sendiráð landsins í Ísrael yrði flutt aftur til Tel Avív, þremur mánuðum eftir að það var flutt til Jerúsalem. Einungis þrír mánuðir eru síðan að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að landið myndi fylgja fordæmi Bandaríkjastjórnar með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð sitt til borgarinnar. Stjórnvöld í Ísrael hafa gagnrýnt nýjustu ákvörðun stjórnar Paragvæ harðlega, lokað sendiráði sínu í paragvæsku höfuðborginni Asunción og kallað sendiherrann heim. Ný stjórn tók við völdum í Paragvæ fyrir um mánuði síðan og segir nýr utanríkisráðherra landsins Luis Alberto Castiglioni, að Paragvæar vilji með þessi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að ná fram varanlegum friði í Miðausturlöndum. Allt frá stofnun Ísraelsríkis 1948 hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila á svæðinu, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg. Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborgina. Þannig var ekkert sendiráð staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 þar til að Bandaríkjamenn fluttu sitt fyrr á árinu. Gvatemala og Paragvæ fylgdu svo í kjölfar Bandaríkjanna, en nú hafa Paragvæar sem sagt endurskoðað ákvörðun sína.
Gvatemala Ísrael Paragvæ Suður-Ameríka Tengdar fréttir Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00