Enski boltinn

Lítur út fyrir að Sverrir byrji á móti Sviss: „Vonandi fer tækifærunum fjölgandi“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sverrir Ingi Ingason er búinn að vera klár í þó nokkurn tíma.
Sverrir Ingi Ingason er búinn að vera klár í þó nokkurn tíma. vísir/bubblur
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða.

„Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir.

Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn.

„Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss.

„Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“

Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks?

„Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason.

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×