Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Jakob Bjarnar skrifar 5. september 2018 11:00 Fækkun ferðamanna á Norður- og Austurlandi er verulegt áhyggjefni fyrir ferðaþjónstufyrirtæki á landsbyggðinni og þjóðarbúið í heild sinni. visir/vilhelm Verulegur samdráttur er í bókun gistinótta á íslenskum hótelum. Útlendingar bókuðu 10 þúsund færri gistinætur í júlí í samanburði við í fyrra. Það er fréttavefurinn Turisti.is sem greinir frá þessu en nánar má sjá samantekt á vef Hagstofunnar. Samdráttur nær til allra landssvæða nema Suðurlands, mestur á Norður- og Austurlandi. Þessi þróun er þeim hjá Samtökum ferðaþjónustunnar verulegt áhyggjuefni að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns samtakanna.Staðan grafalvarleg „Já, veldur okkur vissulega áhyggjum. Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir okkur í bransanum. Var reyndar fyrirsjáanlegt þegar krónan fór í styrkingarfasa 2016. Þá fór að halla undan fæti á okkar hefðbundnu mörkuðum, okkar bestu mörkuðum eins og ég vil kalla það, sem eru í Mið-Evrópu,“ segir Bjarnheiður í samtali við Vísi.Bjarnheiður segir samdrátt í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni, ekki síst sé litið til mikilvægra markaða í Mið-Evrópu.Bjarnheiður dregur ekki úr því að staðan sé alvarleg. Ekki síst sé horft til Þýskalandsmarkaðs sem Bjarnheiður þekkir vel en hún er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf sem hefur starfað á Þýskalandsmarkaði. Bjarnheiður segir að fyrir liggi samdráttur sem nemur hartnær 30 prósentum þar.Verulegur samdráttur á Þýskalandsmarkaði „Hjá þessum hefðbundnu trúu og tryggu gestum okkar,“ segir Bjarnheiður og ítrekar að það komi henni ekki á óvart. „Það hefur löngum verið þannig að Þjóðverjar hafa verið okkar bestu gestir; góðir ferðamenn, vel upplýstir og áhugasamir um land og þjóð. Þeir ganga vel um, eru líkir okkur í menningu og við eigum því auðvelt með að þjóna þeim. Þeir dveljast hér lengi og ferðast um allt landið. Það er það sem við þurfum. Þess vegna sjáum við þennan samdrátt fyrir norðan og austan að ég tali ekki um Vestfirði. Okkur vantar ferðamenn sem ferðast um allt landið sem er gríðarlegt hagsmunamál fyrir fyrirtækin úti á landi og þjóðarbúið í heild sinni. Feðraþjónustan hefur gerbreytt öllu skilyrðum á landsbyggðinni og bakslag í þeim efnum er áhyggjuefni bakslag.“Styrking krónunnar helsti orsakavaldur Bjarnheiður segir erfitt að fullyrða um ástæðurnar fyrir þessu bakslagi en, hún telur engu að síður helstu ástæður fyrir samdrættinum styrking krónunnar og dýrtíð því samfara.Ég þekki það úr mínum rekstri, fyrirtækið mitt vinnur á Þýskalandsmarkaði. Þar er áhuginn mikill en þegar menn sjá verðmiðann, þá segja menn: Heyrðu, ég ætla að bíða með þetta. Þetta er of dýrt núna. ... segir Bjarnheiður: „Já, ég þori að fullyrða að gengisskráningin er stór þáttur í þessu. Þetta er viðkvæmur markaður og það sama má segja um Frakkland, Holland … þetta er allt í mínus.“Tími gengisfellingar liðinn Bjarnheiður segir erfitt fyrir stjórnvöld að grípa inní þetta. Tími gengisfellingar, sem gripið var til á árum áður vegna bágrar stöðu sjávarútvegsins, sé liðinn.Hér getur að líta þróun í bókun gistinátta á hótelum á Íslandi frá 2015 til dagsins í dag. Bakslag má greina í bókun útlendinga og munar þar um markaði í Mið-Evrópu. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (151.500).Af vef Hagstofunnar„Það er ekkert sem Saf setur á oddinn. Við viljum bara stöðugt rekstrarumhverfi. Þessar gengissveiflur eru erfiðar við að eiga og vont að starfa í svona umhverfi. Á svona tímum þarf að fara varlega í allar hugmyndir um aukna skattlagningu á greinina.“Varar við frekari skattlagningu á greinina Fjárlagafrumvarp er í vinnslu en Bjarnheiður vonast til þess að þar sé ekkert sem muni koma óþægilega í bakið á greininni. „Við sitjum við borðið ásamt stjórnvöldum í því sem heitir stjórnstöð ferðmála, í samráðshópi. Þar eru viðfangsefni rædd sem ekki var búið að hugsa útí og/eða við eftir á með. Innviðir og stefnumótun. Við erum bjartsýn á að okkur takist að gera þetta skynsamlega. Í þeim samráðshópi er meðal annars fjallað um framtíðar gjaldtöku og hvernig á að hátta því í framtíðinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Saf. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Verulegur samdráttur er í bókun gistinótta á íslenskum hótelum. Útlendingar bókuðu 10 þúsund færri gistinætur í júlí í samanburði við í fyrra. Það er fréttavefurinn Turisti.is sem greinir frá þessu en nánar má sjá samantekt á vef Hagstofunnar. Samdráttur nær til allra landssvæða nema Suðurlands, mestur á Norður- og Austurlandi. Þessi þróun er þeim hjá Samtökum ferðaþjónustunnar verulegt áhyggjuefni að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns samtakanna.Staðan grafalvarleg „Já, veldur okkur vissulega áhyggjum. Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir okkur í bransanum. Var reyndar fyrirsjáanlegt þegar krónan fór í styrkingarfasa 2016. Þá fór að halla undan fæti á okkar hefðbundnu mörkuðum, okkar bestu mörkuðum eins og ég vil kalla það, sem eru í Mið-Evrópu,“ segir Bjarnheiður í samtali við Vísi.Bjarnheiður segir samdrátt í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni, ekki síst sé litið til mikilvægra markaða í Mið-Evrópu.Bjarnheiður dregur ekki úr því að staðan sé alvarleg. Ekki síst sé horft til Þýskalandsmarkaðs sem Bjarnheiður þekkir vel en hún er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf sem hefur starfað á Þýskalandsmarkaði. Bjarnheiður segir að fyrir liggi samdráttur sem nemur hartnær 30 prósentum þar.Verulegur samdráttur á Þýskalandsmarkaði „Hjá þessum hefðbundnu trúu og tryggu gestum okkar,“ segir Bjarnheiður og ítrekar að það komi henni ekki á óvart. „Það hefur löngum verið þannig að Þjóðverjar hafa verið okkar bestu gestir; góðir ferðamenn, vel upplýstir og áhugasamir um land og þjóð. Þeir ganga vel um, eru líkir okkur í menningu og við eigum því auðvelt með að þjóna þeim. Þeir dveljast hér lengi og ferðast um allt landið. Það er það sem við þurfum. Þess vegna sjáum við þennan samdrátt fyrir norðan og austan að ég tali ekki um Vestfirði. Okkur vantar ferðamenn sem ferðast um allt landið sem er gríðarlegt hagsmunamál fyrir fyrirtækin úti á landi og þjóðarbúið í heild sinni. Feðraþjónustan hefur gerbreytt öllu skilyrðum á landsbyggðinni og bakslag í þeim efnum er áhyggjuefni bakslag.“Styrking krónunnar helsti orsakavaldur Bjarnheiður segir erfitt að fullyrða um ástæðurnar fyrir þessu bakslagi en, hún telur engu að síður helstu ástæður fyrir samdrættinum styrking krónunnar og dýrtíð því samfara.Ég þekki það úr mínum rekstri, fyrirtækið mitt vinnur á Þýskalandsmarkaði. Þar er áhuginn mikill en þegar menn sjá verðmiðann, þá segja menn: Heyrðu, ég ætla að bíða með þetta. Þetta er of dýrt núna. ... segir Bjarnheiður: „Já, ég þori að fullyrða að gengisskráningin er stór þáttur í þessu. Þetta er viðkvæmur markaður og það sama má segja um Frakkland, Holland … þetta er allt í mínus.“Tími gengisfellingar liðinn Bjarnheiður segir erfitt fyrir stjórnvöld að grípa inní þetta. Tími gengisfellingar, sem gripið var til á árum áður vegna bágrar stöðu sjávarútvegsins, sé liðinn.Hér getur að líta þróun í bókun gistinátta á hótelum á Íslandi frá 2015 til dagsins í dag. Bakslag má greina í bókun útlendinga og munar þar um markaði í Mið-Evrópu. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (151.500).Af vef Hagstofunnar„Það er ekkert sem Saf setur á oddinn. Við viljum bara stöðugt rekstrarumhverfi. Þessar gengissveiflur eru erfiðar við að eiga og vont að starfa í svona umhverfi. Á svona tímum þarf að fara varlega í allar hugmyndir um aukna skattlagningu á greinina.“Varar við frekari skattlagningu á greinina Fjárlagafrumvarp er í vinnslu en Bjarnheiður vonast til þess að þar sé ekkert sem muni koma óþægilega í bakið á greininni. „Við sitjum við borðið ásamt stjórnvöldum í því sem heitir stjórnstöð ferðmála, í samráðshópi. Þar eru viðfangsefni rædd sem ekki var búið að hugsa útí og/eða við eftir á með. Innviðir og stefnumótun. Við erum bjartsýn á að okkur takist að gera þetta skynsamlega. Í þeim samráðshópi er meðal annars fjallað um framtíðar gjaldtöku og hvernig á að hátta því í framtíðinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Saf.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20