Sport

Enn í áfalli eftir árás Conors

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Árás Írans hafði miklar afleiðingar fyrir marga.
Árás Írans hafði miklar afleiðingar fyrir marga. vísir/getty
Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi.

Atvikið átti sér stað í apríl en Conor var að senda Khabib Nurmagomedov skilaboð en sá hafði verið að abbast upp á vin Conors, Artem Lobov. Conor og Khabib munu svo mætast í bardaga eftir mánuð.

Þjálfari Namajunas segir að hún sé enn í svo miklu áfalli að hún fari helst ekki úr húsi. Namajunas átti erfiða æsku og gekk í gegnum mikið á sínum yngri árum.

Þrátt fyrir áfallið í Brooklyn þá náði Rose að herða sig upp og verja titil sinn tveimur dögum síðar. Eftir það hefur hún dregið sig í hlé.

UFC hefur verið að nota myndbandsupptökur af árás Conors til þess að auglýsa bardagann gegn Khabib. Það finnst þjálfara Namajunas afar ósmekklegt. Ekki síst út af því að Conor slasaði tvo bardagakappa, Michael Chiesa og Ray Borg, og þeir gátu ekki barist tveimur dögum síðar.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×