Fótbolti

Þarf engan leikmann í staðinn fyrir Raheem Sterling

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling fagnar hér marki sínu um síðustu helgi.
Raheem Sterling fagnar hér marki sínu um síðustu helgi. Vísir/Getty
Raheem Sterling verður ekki með enska landsliðinu í leikjunum á móti Spáni og Sviss. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate ætlar samt ekki að velja neinn leikmann í staðinn.

Hinn 23 ára leikmaður Manchester City hefur verið fastamaður hjá Gareth Southgate en hann getur ekki spilað þessa leiki vegna bakmeiðsla.





Raheem Sterling var sá eini af 23 manna hópnum sem mætti ekki þegar enska liðið kom saman á St George's Park í gær.

Gareth Southgate hefur úr nokkrum leikmönnum að velja þegar kemur að því að finna mann fyrir aftan framherjann Harry Kane en það eru Manchester United mennirnir Jesse Lingard og Marcus Rashford, Tottenham-maðurinn Dele Alli, Liverpool-maðurinn Adam Lallana og Arsenal-maðurinn Danny Welbeck.

Raheem Sterling hefur skorað 2 mörk í 3 fyrstu leikjum sínum með Manchester City á tímabilinu en hann spilaði sex af sjö leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar.

Raheem Sterling náði ekki að skora á HM en gaf eina stoðsendingu. Hann skoraði síðast fyrir enska landsliðið á móti Eistlandi 8. september 2015. Það er annað af tveimur landsliðsmörkum hans í 44 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×