Tilefnið er að margar gamlar knattspyrnustjörnur eru nú orðnar landsliðsþjálfarar en þar má nefna stórstjörnur eins og þeir Roberto Mancini, Ronald Koeman, Andriy Shevchenko og Ryan Giggs.
MANAGERS XI
There are some brilliant former players now coaching national teams in Europe. Find out why there's no place for Gareth Southgate in our UEFA Nations League Managers XI...
https://t.co/MKd6Asumk0pic.twitter.com/SpAnzoDOye
— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 4, 2018
Tveir af þeim landsliðsþjálfurum sem komast aftur á móti ekki í liðið eru Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska landsliðsins og Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins.
Það er kannski skiljanlegt að Erik Hamrén komist ekki í liðið enda var knattspyrnuferill hans látlaus með sænska félögunum Ljusdals IF og Stockviks FF. Hamrén var líka farinn að þjálfa þrítugur.
Knattspyrnuferill Gareth Southgate var hins vegar mun glæsilegri. Gareth Southgate spilaði meðal annars 57 landsleiki fyrir England og yfir 500 deildarleiki í enska boltanum með Crystal Palace, Aston Villa og Middlesbrough.
Samkeppnin um sæti í úrvalsliði Sky Sports er hörð enda eru margar goðsagnir að þjálfa landsliðin i Þjóðadeildinni. Úrvalsliðið er þannig skipað:
Sky Sports úrvalslið þjálfara í Þjóðadeildinni
Markvörður
Stanislav Cherchesov, þjálfari Rússlands
Varnarmenn
Christian Panucci, þjálfari Albaníu
Ronald Koeman, þjálfari Hollands
Alex McLeish, þjálfari Skotlands
Luis Enrique, þjálfari Spánar
Miðjumenn
Martin O'Neill, þjálfri Írlands
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands
Robert Prosinecki, þjálfari Bosníu
Ryan Giggs, þjálfari Wales
Sóknarmenn
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu
Andriy Shevchenko, þjálfari Úkraínu
Það má finna meira um þessa samantekt Sky Sports með því að smella hér.