„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2018 06:33 Frá vettvangi eldsvoðans í safninu á sunnudagskvöld. Tjónið er talið ómetanlegt. vísir/epa Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“ Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“
Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38