Geta ekki látið milljónir flóttamanna hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 21:12 Frá skóla UNRWA nærri Jerúsalem. Hundruð þúsunda nemenda sækja skóla sem stofnunin rekur fyrir palestínska flóttamenn. Vísir/EPA Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn. Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld geti ekki einfaldlega „óskað sér“ milljónir palestínskra flóttamanna í burtu. Bandaríkjastjórn ætlar að hætta fjárveitingum til stofnunarinnar og vill fækka til muna þeim sem eru skilgreindir sem flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) en stofunin er rekin fyrir frjáls framlög ríkja. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að hætta þeim stuðningi og krefjast þess að skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn verði breytt. Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjanna myndi flóttamönnunum fækka úr um fimm milljónir í innan við einn tíunda þess fjölda. Pierre Krahenbühl, forstjóri UNRWA, gagnrýnir áform Bandaríkjastjórnar harðlega. Segist hann harma ákvörðina og að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana í opnu bréfi til palestínskra flóttamanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hversu oft sem menn reyna að gera lítið úr eða vefengja lögmæti upplifun einstakra palestínskra flóttamanna eða þeirra sem heild stendur eftir sú óneitanlega staðreynd að þeir hafa réttindi samkvæmt alþjóðalögum og þeir koma fram fyrir hönd samfélags 5,4 milljóna karla, kvenna og barna sem er ekki bara hægt að óska sér í burtu,“ segir Krahenbühl. UNRWA starfar í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Flestir þeirra fimm milljóna flóttamanna sem eiga rétt á aðstoð frá stofnuninni eru afkomendur um 700.000 Palestínumanna sem voru hraktir að heiman þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Stofnunin rekur meðal annars fjölda skóla og heilsugæslustöðva fyrir palestínska flóttamenn.
Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Þau hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannahjálpar við milljónir Palestínumanna. 31. ágúst 2018 12:10