Raggi Sig : „Talaði við nýju þjálfarana og fannst spennandi hlutir vera að koma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 20:15 S2 Sport Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Schruns í Austurríki í dag. Liðið á fram undan tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Guðmundur Benediktsson er einnig mættur til Austurríkis og spjallaði hann við Ragnar á æfingunni í dag. Fyrsta spurningin var einföld, afhverju varstu hættur í landsliðinu? „Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar. „En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“ „Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“ „Það eru komnir nýir þjálfarar og nýtt blóð, mér fannst það bara frekar spennandi.“Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru saman í miðverðinum í Rostov. Verða þeir miðvarðarpar Íslands í næstu leikjum?Vísir/GettyErik Hamrén er nýi maðurinn í brúnni hjá íslenska landsliðinu. Hvernig lýst Ragga á hann? „Ég hitti hann bara í dag í fyrsta skipti en hann virðist vera fyndinn gæi og hann veit hvað hann er að tala um.“ Ragnar er á mála hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov, sem er orðið að lítilli íslenskri nýlendu. Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við Rostov á föstudag og varð fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. „Við erum að fá Viðar núna og ég hlakka til þess að sjá hann og Björn [Bergmann Sigurðarson] spila saman, ég held þeir geti gert góða hluti.“ „Við þurfum ekki fleiri Íslendinga en það kæmi mér ekki á óvart að hann næði í fleiri, hann elskar Íslendinga eigandi liðsins,“ sagði Ragnar Sigurðsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Schruns í Austurríki í dag. Liðið á fram undan tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Guðmundur Benediktsson er einnig mættur til Austurríkis og spjallaði hann við Ragnar á æfingunni í dag. Fyrsta spurningin var einföld, afhverju varstu hættur í landsliðinu? „Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar. „En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“ „Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“ „Það eru komnir nýir þjálfarar og nýtt blóð, mér fannst það bara frekar spennandi.“Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru saman í miðverðinum í Rostov. Verða þeir miðvarðarpar Íslands í næstu leikjum?Vísir/GettyErik Hamrén er nýi maðurinn í brúnni hjá íslenska landsliðinu. Hvernig lýst Ragga á hann? „Ég hitti hann bara í dag í fyrsta skipti en hann virðist vera fyndinn gæi og hann veit hvað hann er að tala um.“ Ragnar er á mála hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov, sem er orðið að lítilli íslenskri nýlendu. Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við Rostov á föstudag og varð fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. „Við erum að fá Viðar núna og ég hlakka til þess að sjá hann og Björn [Bergmann Sigurðarson] spila saman, ég held þeir geti gert góða hluti.“ „Við þurfum ekki fleiri Íslendinga en það kæmi mér ekki á óvart að hann næði í fleiri, hann elskar Íslendinga eigandi liðsins,“ sagði Ragnar Sigurðsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09
Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29