Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 15:43 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande. Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande.
Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira