Talið er að stærstur hluti minja safnsins hafi orðið að eldinum að bráð en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784.
„Við fengum aldrei nægjanlegan stuðning,“ sagði Luiz Duerte í samtali við fjölmiðla eftir brunann. Þá hafa brasíliskir fjölmiðlar eftir starfsmanni safnins að yfirmenn safnsins hafi átt í gríðarlegum erfiðleikum við að reyna að ná í fjármagn til þess að reka safnið með sómasamlegum hætti. Yfirvöld í Ríó hafa glímt við talsverða fjárhagserfiðleika undanfarin ár.