Fótbolti

Landsliðsþjálfari Dana mætir ekki til starfa á meðan allt er í hers höndum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Åge Hareide er farinn í fríð.
Åge Hareide er farinn í fríð. vísir/getty
Åge Hareide, þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, er farinn heim til Noregs í frí og mun ekki stýra danska landsliðinu í næstu tveimur leikjum á móti Slóvakíu og Wales. Sá síðarnefndi er fyrsti leikur liðsins í Þjóðadeildinni.

Allt er í hers höndum hjá danska knattspyrnusambandinu því leikmenn danska liðsins vilja endursemja um ímyndarrétt sinn og auglýsingatekjur fyrir vinnu á vegum sambandsins.

Ekkert gengur í þeim samningaviðræðum og því hafa leikmennirnir neitað að mæta til leiks í næsta verkefni sem eru þessir tveir leikir. Danska sambandið ætlar ekki að gefa sig og mætir möguleika til leiks með varalið.

Sambandið er búið að senda tölvupóst á öll félögin í Danmörku og þeim tilkynnt að nýr þjálfari verður fenginn til að stýra nýja hópnum í þessum tveimur leikjum.

Leikmenn danska liðsins vilja ekki að sambandi getið skikkað sig til að leika í auglýsingum fyrir styrktaraðila sambandsins. Þeir vilja fá sinn skerf þegar að slíkt gerist.

Fram kemur á BT að knattspyrnusambandið þar í landi og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hafi komist að samkomulagi um að það sé algjörlega tilgangslaust að hann þjálfi þetta varalið og fór hann því bara í frí.

Nýr landsliðshópur verður væntanlega tilkynntur í kvöld en þetta gerðist einnig fyrir nokkrum árum í Danmörku og þá var samið á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×