Hvetur þýsku þjóðina til að mótmæla áróðri öfgahægrimanna og rasista Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. september 2018 07:00 Innflytjendastefnu þýskra yfirvalda var mótmælt í Chemnitz. Nasistakveðjur hafa sést í mótmælunum. Vísir/epa Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kynslóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýðræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurningum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamannamálum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að einstaklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemnitz er hvorki grá né brún.“ nordicphotos/GettyTilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem framið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda höfðu átján manns, þar af þrír lögreglumenn, særst í átökum hópanna. Atburðir helgarinnar í Chemnitz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flóttamanna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægrivæng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælisleitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, blandaði sér í rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægrimönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðingahöturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendingahatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveitinni Die Toten Hosen, til að mótmæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Írak Þýskaland Tengdar fréttir Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52 Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kynslóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýðræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurningum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamannamálum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að einstaklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemnitz er hvorki grá né brún.“ nordicphotos/GettyTilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem framið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda höfðu átján manns, þar af þrír lögreglumenn, særst í átökum hópanna. Atburðir helgarinnar í Chemnitz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flóttamanna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægrivæng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælisleitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, blandaði sér í rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægrimönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðingahöturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendingahatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveitinni Die Toten Hosen, til að mótmæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Írak Þýskaland Tengdar fréttir Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52 Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52
Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00