Hvetur þýsku þjóðina til að mótmæla áróðri öfgahægrimanna og rasista Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. september 2018 07:00 Innflytjendastefnu þýskra yfirvalda var mótmælt í Chemnitz. Nasistakveðjur hafa sést í mótmælunum. Vísir/epa Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kynslóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýðræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurningum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamannamálum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að einstaklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemnitz er hvorki grá né brún.“ nordicphotos/GettyTilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem framið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda höfðu átján manns, þar af þrír lögreglumenn, særst í átökum hópanna. Atburðir helgarinnar í Chemnitz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flóttamanna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægrivæng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælisleitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, blandaði sér í rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægrimönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðingahöturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendingahatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveitinni Die Toten Hosen, til að mótmæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Írak Þýskaland Tengdar fréttir Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52 Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kynslóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýðræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurningum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamannamálum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að einstaklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemnitz er hvorki grá né brún.“ nordicphotos/GettyTilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem framið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda höfðu átján manns, þar af þrír lögreglumenn, særst í átökum hópanna. Atburðir helgarinnar í Chemnitz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flóttamanna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægrivæng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælisleitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, blandaði sér í rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægrimönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðingahöturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendingahatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveitinni Die Toten Hosen, til að mótmæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Írak Þýskaland Tengdar fréttir Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52 Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52
Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00