Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 22:22 Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinson sjúkdómnum og starfaði áður við Duke-háskólasjúkrahúsið. Anna og eiginmaður hennar Martin Ingi Sigurðsson, svæfinga og gjörgæslulæknir eru nú flutt til landsins. Mynd/Aðsend Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga. Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga.
Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50