Fangelsisvist vegna svindls í keppnisflugi bréfdúfna Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 21:25 Bréfdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald. Svo eru þær líka mjög ratvísar. Vísir/EPA Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist. Dýr Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist.
Dýr Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira