„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2018 19:45 Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“ Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“
Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08