Lífið

Skráningar of dræmar fyrir aðra þáttaröð af Kórum Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fagnar sigrinum í fyrra.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fagnar sigrinum í fyrra. Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Stöð 2 hefur hætt við að sýna aðra seríu af Kórum Íslands en þættirnir áttu að hefja göngu sína í lok september. Ekki fékkst nægilega mikil þátttaka að þessu sinni og því verður ekkert að nýrri þáttaröð. Mbl.is greindi fyrst frá málinu.

„Við vorum spennt að halda áfram að gera kóramenningu landsins hátt undir höfuð eftir langa baráttu um endurgreiðslu síðasta vetur en því miður voru skráningar dræmar fyrir seríu tvö og því ákveðið að hætta við framleiðslu fyrir þetta haust,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir dagskrástjóri Stöðvar 2 í samtali við Vísi.

Sjá einnig: Sjáðu öll atriðin í lokaþættinum: Kórarnir settu allir í fimmta gír

Kórar Íslands slógu í gegn á Stöð 2 í fyrra en þá tóku tuttugu kórar þátt. 

Kór Bólstaðarhlíðarhrepps fór að endingu með sigur af hólmi. Hlaut kórinn að launum ferðavinning að andvirði fjögurra milljóna króna.

Hér að neðan má sjá og heyra eitt vinsælasta myndbandið úr þáttunum á Vísi, Vox Felix að flytja lagið Ég lifi í draumi.


Tengdar fréttir

Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti

Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins.

Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands

Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina.

Þessir kórar berjast um milljónirnar fjórar

Lokaþátturinn af Kórum Íslands verður á dagskrá Stöðva 2 á sunnudagskvöldið og þá keppa sex kórar og sigurinn í þáttunum. Kórinn sem fer með sigur af hólmi vinnur fjórar milljónir.

Kviknaði í Frikka Dór í beinni

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×