Borgarstjóri segir að upplýsa þurfi Orkuveitumálið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2018 18:30 Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. Öll samskipti starfsmanna verða tekin til gagngerrar skoðunar að sögn stjórnarformanns. Ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga vegna þeirra stöðu sem er kominn upp en þrír stjórnendur fyrirtækjanna hafa annað hvort verið reknir, stigið til hliðar eða fengið áminningu vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsmanna og eða annarra. Starfsmenn voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins annan daginn í röð en sú vending varð í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar tók ákvörðun um að stíga til hliðar tímabundið á meðan mál og vinnustaðamenning fyrirtækjanna er tekin til skoðunar. Venjulega tekur fjármálastjóri við sem staðgengill hjá fyrirtækjum þegar forstjóri stígur tímabundið til hliðar, en til að flækja málin enn frekar var fjármálastjóri Orkuveitunnar áminntur vegna kynferðislegar áreitni á árshátíð fyrirtækisins árið 2015. Fréttastofan hefur upplýsingar um að ekki sé einhugur innan stjórnar um að hann taki við stjórn fyrirtækisins á meðan Bjarni er í leyfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að farið verði í saumana á öllum þeim málum sem komið hafa upp á yfirborðið síðustu daga. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/EgillEinn hefur þegar verið rekinn. Verða fleiri látnir fara?„Ég vil ekki tjá mig um það á þessum tímapunkti. Við skulum bíða eftir að hin óháða úttekt fari fram“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir að taka þurfi málið af algjörri festu. „Ég held að það sé full ástæða til þess, það þarf að upplýsa málið og vinna af því að þeirri festu sem að þarf í svona málum,“ segir Dagur.Stöð 2/Björn G. SigurðssonKom það á óvart hversu margir stjórnendur innan fyrirtækisins hafa í raun viðhaft slíka óviðkomandi framkomu í garð starfsmanna og annarra?„Já, það er nýtt fyrir mér,“ segir Dagur. Í gær var tilkynnt að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu fyrirtækjanna en Brynhildur segir það ekki útilokað að úttektin verði gerð af hlutlausum aðila. „Ég tel mikilvægt að úttektin sé trúverðug við einfaldlega skuldum samfélaginu og starfsmönnum fyrirtækisins það,“ segir Brynhildur. Brynhildur segir að forstjórinn njóti enn trausts. „Það hefur ekkert komið fram, enn þá sem að hefur rýrt okkar traust á honum en ég vil taka fram að hann hefur stigið til hliðar tímabundið,“ segir Brynhildur. Mál Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga hefur sprungið úr á einungis örfáum dögum eftir að brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúru, en samkvæmt pistli á samfélagsmiðlum hafði hún ítrekað kvartað undan framkomu yfirmanns og tekur brottvikningu sína með öllu tilhæfulausa. „Það verður skoðað hvort staðið var að brottvikningu Áslaugar Thelmu með réttum og lögmætum hætti,“ segir Brynhildur.Hefur stjórnin sett sig í samband við Áslaugu? „Við höfum ekki gert það, nei“ segir Brynhildur.Ætlið þið að gera það? „Málefni einstakra starfsmanna er ekki á okkar borði, þannig að við höfum ekki gert það en ég tel rétt að haft sé samband við hana,“ segir Brynhildur. Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. Öll samskipti starfsmanna verða tekin til gagngerrar skoðunar að sögn stjórnarformanns. Ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga vegna þeirra stöðu sem er kominn upp en þrír stjórnendur fyrirtækjanna hafa annað hvort verið reknir, stigið til hliðar eða fengið áminningu vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsmanna og eða annarra. Starfsmenn voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins annan daginn í röð en sú vending varð í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar tók ákvörðun um að stíga til hliðar tímabundið á meðan mál og vinnustaðamenning fyrirtækjanna er tekin til skoðunar. Venjulega tekur fjármálastjóri við sem staðgengill hjá fyrirtækjum þegar forstjóri stígur tímabundið til hliðar, en til að flækja málin enn frekar var fjármálastjóri Orkuveitunnar áminntur vegna kynferðislegar áreitni á árshátíð fyrirtækisins árið 2015. Fréttastofan hefur upplýsingar um að ekki sé einhugur innan stjórnar um að hann taki við stjórn fyrirtækisins á meðan Bjarni er í leyfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að farið verði í saumana á öllum þeim málum sem komið hafa upp á yfirborðið síðustu daga. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/EgillEinn hefur þegar verið rekinn. Verða fleiri látnir fara?„Ég vil ekki tjá mig um það á þessum tímapunkti. Við skulum bíða eftir að hin óháða úttekt fari fram“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir að taka þurfi málið af algjörri festu. „Ég held að það sé full ástæða til þess, það þarf að upplýsa málið og vinna af því að þeirri festu sem að þarf í svona málum,“ segir Dagur.Stöð 2/Björn G. SigurðssonKom það á óvart hversu margir stjórnendur innan fyrirtækisins hafa í raun viðhaft slíka óviðkomandi framkomu í garð starfsmanna og annarra?„Já, það er nýtt fyrir mér,“ segir Dagur. Í gær var tilkynnt að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu fyrirtækjanna en Brynhildur segir það ekki útilokað að úttektin verði gerð af hlutlausum aðila. „Ég tel mikilvægt að úttektin sé trúverðug við einfaldlega skuldum samfélaginu og starfsmönnum fyrirtækisins það,“ segir Brynhildur. Brynhildur segir að forstjórinn njóti enn trausts. „Það hefur ekkert komið fram, enn þá sem að hefur rýrt okkar traust á honum en ég vil taka fram að hann hefur stigið til hliðar tímabundið,“ segir Brynhildur. Mál Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga hefur sprungið úr á einungis örfáum dögum eftir að brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúru, en samkvæmt pistli á samfélagsmiðlum hafði hún ítrekað kvartað undan framkomu yfirmanns og tekur brottvikningu sína með öllu tilhæfulausa. „Það verður skoðað hvort staðið var að brottvikningu Áslaugar Thelmu með réttum og lögmætum hætti,“ segir Brynhildur.Hefur stjórnin sett sig í samband við Áslaugu? „Við höfum ekki gert það, nei“ segir Brynhildur.Ætlið þið að gera það? „Málefni einstakra starfsmanna er ekki á okkar borði, þannig að við höfum ekki gert það en ég tel rétt að haft sé samband við hana,“ segir Brynhildur.
Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25