Allt er vænt sem vel er grænt Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. september 2018 07:15 Blikarnir fagna. vísir/daníel Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira