Maurizio Sarri: Hazard getur skorað 40 mörk á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2018 12:00 Eden Hazard fagnar einu marka sinna um helgina. Vísir/Getty Eden Hazard var mikið orðaður við Real Madrid í sumar en ekkert varð úr því að Belginn færi þangað. Nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur síðan heldur betur náð að kveikja í honum í upphafi tímabils og allt er í blóma hjá Hazard á Stamford Bridge. Eden Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri á Cardiff um helgina og hefur skorað fimm mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur byrjað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur líka tröllatrú á sínum manni og það er ljóst að nýr leikstíll Chelsea undir stjórn Sarri hentar Hazard einstaklega vel.HAZARD FOR GOLDEN BOOT? Maurizio Sarri has backed Eden Hazard to win the Golden Boot, and says he has told the attacking midfielder he can score 40 goals this season. Read: https://t.co/ovxOAGEOwgpic.twitter.com/xQouYaPLqN — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2018„Við höfum talað saman og ég sagði honum að hann gæti skorað 40 mörk á tímabilinu. Hann þarf að bæta suma hluti en hann getur það alveg,“ sagði Maurizio Sarri. Maurizio Sarri er líka á því að Eden Hazard geti orðið besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu. Hazard kom til Chelsea árið 2012 og hefur nú skorað 94 mörk fyrir félagið. Hann hefur aftur á móti aldrei náð að skora tuttugu mörk á einu tímabili. Persónulega metið hans er 19 mörk tímabilið 2014-15 en undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað sautján mörk. Mohamed Salah hjá Liverpool vann gullskóinn í fyrra þegar hann skoraði 32 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppnum.Sarri: 'I thought Hazard was one of the best players in Europe. But now I change my mind, maybe he's the best. But he can improve.' #CHECARpic.twitter.com/P8Im4cOqyt — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 15, 2018Með þessum fimm mörkum er Eden Hazard orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með marki meira en þeir Romelu Lukaku (Manchester United), Sadio Mane (Liverpool) og Aleksandar Mitrovic (Fulham). Chelsea er á toppnum með fullt hús og aðeins betri markatölu en Liverpool sem hefur líka unnið alla fimm leiki sína. „Við þurfum að bæta okkar leik skref fyrir skref. Mitt markmið er að verða besta liðið á Englandi eftir átján mánuði. Það er markmiðið,“ sagði Maurizio Sarri. „Að mínu mati eru bæði Liverpool og Manchester City með betri lið en við á þessum tímapunktu,“ sagði Sarri. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
Eden Hazard var mikið orðaður við Real Madrid í sumar en ekkert varð úr því að Belginn færi þangað. Nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur síðan heldur betur náð að kveikja í honum í upphafi tímabils og allt er í blóma hjá Hazard á Stamford Bridge. Eden Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri á Cardiff um helgina og hefur skorað fimm mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur byrjað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur líka tröllatrú á sínum manni og það er ljóst að nýr leikstíll Chelsea undir stjórn Sarri hentar Hazard einstaklega vel.HAZARD FOR GOLDEN BOOT? Maurizio Sarri has backed Eden Hazard to win the Golden Boot, and says he has told the attacking midfielder he can score 40 goals this season. Read: https://t.co/ovxOAGEOwgpic.twitter.com/xQouYaPLqN — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2018„Við höfum talað saman og ég sagði honum að hann gæti skorað 40 mörk á tímabilinu. Hann þarf að bæta suma hluti en hann getur það alveg,“ sagði Maurizio Sarri. Maurizio Sarri er líka á því að Eden Hazard geti orðið besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu. Hazard kom til Chelsea árið 2012 og hefur nú skorað 94 mörk fyrir félagið. Hann hefur aftur á móti aldrei náð að skora tuttugu mörk á einu tímabili. Persónulega metið hans er 19 mörk tímabilið 2014-15 en undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað sautján mörk. Mohamed Salah hjá Liverpool vann gullskóinn í fyrra þegar hann skoraði 32 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppnum.Sarri: 'I thought Hazard was one of the best players in Europe. But now I change my mind, maybe he's the best. But he can improve.' #CHECARpic.twitter.com/P8Im4cOqyt — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 15, 2018Með þessum fimm mörkum er Eden Hazard orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með marki meira en þeir Romelu Lukaku (Manchester United), Sadio Mane (Liverpool) og Aleksandar Mitrovic (Fulham). Chelsea er á toppnum með fullt hús og aðeins betri markatölu en Liverpool sem hefur líka unnið alla fimm leiki sína. „Við þurfum að bæta okkar leik skref fyrir skref. Mitt markmið er að verða besta liðið á Englandi eftir átján mánuði. Það er markmiðið,“ sagði Maurizio Sarri. „Að mínu mati eru bæði Liverpool og Manchester City með betri lið en við á þessum tímapunktu,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira