Fjötralaus Hazard sjóðheitur í framlínunni undir stjórn Sarri Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 07:15 Hazard og félagar, vinsælir alls staðar. Fótbolti Chelsea sýndi enn og aftur í sumar að það er lítil biðlund á Brúnni ef árangur næst ekki. Antonio Conte var rekinn aðeins ári eftir að hafa náð sögulega góðum árangri og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla á aðeins tveimur árum í Lundúnum. Síðasta ár Conte var skrautlegt, deilur hans við stjórn félagsins voru ítrekað á forsíðum blaðanna og smitaðist það eflaust inn í spilamennsku liðsins. Án Diego Costa vantaði heilmikið bit í sóknarleik liðsins og agað leikkerfi Conte gaf mönnum ekki mikið frelsi til að njóta sín fram á við. Sarri kom með ferskan blæ á Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn sem falla vel inn í leikkerfi hans. Jorginho hefur smellpassað inn á miðjuna og hefur spilamennskan heilt yfir verið góð sem hefur skilað sér í fimmtán stigum og toppsætinu eftir fimm umferðir.Frelsaði Hazard Sarri virðist hafa lagt áherslu á að veita Eden Hazard, einum besta leikmanni liðsins, aukið frelsi inni á vellinum og losað hann undan því að þurfa að vinna mikið til baka. Í þessu nýja hlutverki hefur Hazard blómstrað með tvær stoðsendingar og fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Ekki hefur verið hægt að sjá neina HM-þreytu á Hazard sem var í lykilhlutverki hjá Belgíu sem vann til bronsverðlauna í Rússlandi. Hann kom seinna til móts við liðið og þurfti að koma inn af bekknum í fyrstu umferðunum en sýndi það, bæði gegn Íslandi á dögunum og um helgina, að hann hefur líklegast aldrei leikið betur á ferlinum. Hazard daðraði við Real Madrid í sumar, eitt stærsta félagslið heims, og leist Madridingum vel á að hann yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar á bæ. Honum er að takast að sýna af hverju Madridingar sóttust eftir kröftum hans og að mati Sarri er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana. „Áður en ég kom hingað hélt ég að hann væri einn af bestu leikmönnum Evrópu en mér hefur snúist hugur. Hann er besti leikmaður Evrópu í dag og hann getur bætt sig. Ég hef rætt við hann um að eyða minni tíma í varnarleikinn til að spara orku fyrir sóknarleikinn. Reyna að einblína á svæðið í kringum vítateig andstæðinganna og að mínu mati getur hann skorað yfir þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea." Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir Hazard og má búast við því að hann blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er það undir honum komið hversu langt Chelsea fer í vetur og fyrstu teikn eru jákvæð fyrir Chelsea Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00 Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Fótbolti Chelsea sýndi enn og aftur í sumar að það er lítil biðlund á Brúnni ef árangur næst ekki. Antonio Conte var rekinn aðeins ári eftir að hafa náð sögulega góðum árangri og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla á aðeins tveimur árum í Lundúnum. Síðasta ár Conte var skrautlegt, deilur hans við stjórn félagsins voru ítrekað á forsíðum blaðanna og smitaðist það eflaust inn í spilamennsku liðsins. Án Diego Costa vantaði heilmikið bit í sóknarleik liðsins og agað leikkerfi Conte gaf mönnum ekki mikið frelsi til að njóta sín fram á við. Sarri kom með ferskan blæ á Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn sem falla vel inn í leikkerfi hans. Jorginho hefur smellpassað inn á miðjuna og hefur spilamennskan heilt yfir verið góð sem hefur skilað sér í fimmtán stigum og toppsætinu eftir fimm umferðir.Frelsaði Hazard Sarri virðist hafa lagt áherslu á að veita Eden Hazard, einum besta leikmanni liðsins, aukið frelsi inni á vellinum og losað hann undan því að þurfa að vinna mikið til baka. Í þessu nýja hlutverki hefur Hazard blómstrað með tvær stoðsendingar og fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Ekki hefur verið hægt að sjá neina HM-þreytu á Hazard sem var í lykilhlutverki hjá Belgíu sem vann til bronsverðlauna í Rússlandi. Hann kom seinna til móts við liðið og þurfti að koma inn af bekknum í fyrstu umferðunum en sýndi það, bæði gegn Íslandi á dögunum og um helgina, að hann hefur líklegast aldrei leikið betur á ferlinum. Hazard daðraði við Real Madrid í sumar, eitt stærsta félagslið heims, og leist Madridingum vel á að hann yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar á bæ. Honum er að takast að sýna af hverju Madridingar sóttust eftir kröftum hans og að mati Sarri er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana. „Áður en ég kom hingað hélt ég að hann væri einn af bestu leikmönnum Evrópu en mér hefur snúist hugur. Hann er besti leikmaður Evrópu í dag og hann getur bætt sig. Ég hef rætt við hann um að eyða minni tíma í varnarleikinn til að spara orku fyrir sóknarleikinn. Reyna að einblína á svæðið í kringum vítateig andstæðinganna og að mínu mati getur hann skorað yfir þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea." Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir Hazard og má búast við því að hann blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er það undir honum komið hversu langt Chelsea fer í vetur og fyrstu teikn eru jákvæð fyrir Chelsea
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00 Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00
Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00