Halldór Jóhann: Alltaf erfitt að spila á móti Fram Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 16. september 2018 21:45 Halldór getur verið ánægður með sína drengi. vísir/daníel „Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira