Halldór Jóhann: Alltaf erfitt að spila á móti Fram Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 16. september 2018 21:45 Halldór getur verið ánægður með sína drengi. vísir/daníel „Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“ Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira