Erlent

Landamæravörður ákærður fyrir að myrða fjórar konur á tveimur vikum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar á vettvangi þar sem lík einnar konu fannst í Texas.
Lögregluþjónar á vettvangi þar sem lík einnar konu fannst í Texas. Vísir/AP
Bandarískur landamæravörður hefur verið ákærður fyrir að myrða fjórar vændiskonur og fyrir að hafa reynt að myrða þá fimmtu á tveimur vikum. Fimmtu konunni tókst að flýja og hófst þá umfangsmikil leit þegar Juan David Ortiz fannst í felum á bílastæði í um 235 kílómetra fjarlægð frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Ortiz er skilgreindur sem raðmorðingi af yfirvöldum í Texas. Hann hafði starfað hjá Landamæraeftirliti Bandaríkjanna í tíu ár.

Saksóknarar segja fimmtu konuna hafa áttað sig á að hún væri í hættu fljótt eftir að hún settist upp í bíl Ortiz. Hún flúði þegar hann stoppaði til að taka bensín.

Samkvæmt AP fréttaveitunni er vitað að minnst tvær af konunum voru bandarískir ríkisborgarar og að þær voru myrtar á mjög svipaðan hátt. Það var þó ekki útskýrt nánar af saksóknurum sem eru enn að rannsaka málið og reyna að átta sig á tilefni morðanna.



Talið er að Ortiz hafi myrt fyrstu konuna þann þriðja september og sömuleiðis er hann talinn hafa verið einn að verki.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×