Katrín segir ójöfnuð aðallega birtast í eignaójöfnuði Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30