ESB lært af íslenska hruninu að mati Geirs Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 11:34 Geir H. Haarde ræddi við Bloomberg-fréttastofuna í gær. Vísir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Íslendingar hafi mögulega lagt of mikið traust á evrópskt regluverk í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008. Hann telur að áhættumati hafi verið ábótavant „á mörgum stigum“ og að margir geti horft til baka og viðurkennt að þeir hefðu mátt gera betur á misserunum fyrir fall bankanna. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Bloomberg fréttastofunnar við Geir, sem tekið var í gærkvöld. Þar ræddi hann um lærdóm Íslendinga af falli bankakerfisins fyrir hartnær áratug. Geir sagði að margt hafi breyst til hins betra á árunum sem liðin eru, þar með talið regluverk Evrópusambandsins um fjármálastarfsemi. Hann telur að sambandið hafi lært mikið af reynslu Íslendinga, þá ekki síst að verja skuli sparifjáreigendur í sambærilegum skakkaföllum. Íslensk stjórnvöld hafi veitt sparifjáreigendum forgang fram yfir aðra kröfuhafa eftir fall bankanna og telur Geir að Evrópusambandið horfi nú sambærilegra ráðstafana. Talið barst þá að Landsdómsmálinu, þar sem Geir var sakfelldur í einum ákærulið, og var hann spurður hvar hann teldi að ábyrgðin lægi þegar bankar væru keyrðir í þrot. Geir segir að réttast væri að draga stjórnendur bankanna sjálfra til ábyrgðar fyrir mistök sín og lögbrot - rétt eins og eigi við í tilfelli allar annarra sem brjóti af sér. Það hafi verið gert á Íslandi þar sem bankatopparnir hafi sætt fangelsisvist. Það sé þó undir dómskerfum ríkjanna að meta hvað skuli gera í hverju tilfelli fyrir sig. Íslenskt efnahagslíf hefur kólnað á síðustu vikum, sem hefur ekki síst birst í gengisfalli krónunnar og meðfylgjandi inngripi Seðlabanka Íslands. Geir var ekki tilbúinn að fallast á fullyrðingu spyrilsins um að þetta væri til marks um niðursveiflu eða að annað hrun væri handan við hornið. Það hafi lengi legið fyrir að gengi krónunnar hafi verið ofmetið, sem hafi gert útflutningsgreinunum erfitt fyrir. Íslendingar hafi á síðustu árum fjölgað undirstöðuatvinnugreinum sem auðveldar íslensku efnahagslífi að takast á við óvissu í einni útflutningsgrein. Það sé þó alltaf hætta á gengi lítilla, sjálfstæðra gjaldmiðla sveiflist eitthvað. Viðtal Bloomberg við Geir má sjá hér að neðan Efnahagsmál Evrópusambandið Hrunið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00 Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39 Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Íslendingar hafi mögulega lagt of mikið traust á evrópskt regluverk í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008. Hann telur að áhættumati hafi verið ábótavant „á mörgum stigum“ og að margir geti horft til baka og viðurkennt að þeir hefðu mátt gera betur á misserunum fyrir fall bankanna. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Bloomberg fréttastofunnar við Geir, sem tekið var í gærkvöld. Þar ræddi hann um lærdóm Íslendinga af falli bankakerfisins fyrir hartnær áratug. Geir sagði að margt hafi breyst til hins betra á árunum sem liðin eru, þar með talið regluverk Evrópusambandsins um fjármálastarfsemi. Hann telur að sambandið hafi lært mikið af reynslu Íslendinga, þá ekki síst að verja skuli sparifjáreigendur í sambærilegum skakkaföllum. Íslensk stjórnvöld hafi veitt sparifjáreigendum forgang fram yfir aðra kröfuhafa eftir fall bankanna og telur Geir að Evrópusambandið horfi nú sambærilegra ráðstafana. Talið barst þá að Landsdómsmálinu, þar sem Geir var sakfelldur í einum ákærulið, og var hann spurður hvar hann teldi að ábyrgðin lægi þegar bankar væru keyrðir í þrot. Geir segir að réttast væri að draga stjórnendur bankanna sjálfra til ábyrgðar fyrir mistök sín og lögbrot - rétt eins og eigi við í tilfelli allar annarra sem brjóti af sér. Það hafi verið gert á Íslandi þar sem bankatopparnir hafi sætt fangelsisvist. Það sé þó undir dómskerfum ríkjanna að meta hvað skuli gera í hverju tilfelli fyrir sig. Íslenskt efnahagslíf hefur kólnað á síðustu vikum, sem hefur ekki síst birst í gengisfalli krónunnar og meðfylgjandi inngripi Seðlabanka Íslands. Geir var ekki tilbúinn að fallast á fullyrðingu spyrilsins um að þetta væri til marks um niðursveiflu eða að annað hrun væri handan við hornið. Það hafi lengi legið fyrir að gengi krónunnar hafi verið ofmetið, sem hafi gert útflutningsgreinunum erfitt fyrir. Íslendingar hafi á síðustu árum fjölgað undirstöðuatvinnugreinum sem auðveldar íslensku efnahagslífi að takast á við óvissu í einni útflutningsgrein. Það sé þó alltaf hætta á gengi lítilla, sjálfstæðra gjaldmiðla sveiflist eitthvað. Viðtal Bloomberg við Geir má sjá hér að neðan
Efnahagsmál Evrópusambandið Hrunið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00 Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39 Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00
Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39
Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent