Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2018 20:30 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnin var ýmist sökuð um of lítil útgjöld og skattalækkanir, eða glannaskap í útgjöldum á toppi hagsveiflunnar sem ekki yrði hægt að standa undir í framtíðinni. Í upphafsræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þróttmikinn vöxt undanfarinna ára hafa verið drifin áfram af vexti ferðaþjónustunnar og hefðbundnar atvinnugreinar, hátækni og hugverkaiðnaður hafi einnig stutt við hagvöxtinn. Nú væru hins vegar vísbendingar um að dragi úr hagvexti á næstu árum. Miklu skipti að búið hafi verið í haginn með mikilli niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin hefði þegar á þessu ári orðið við ýmsum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu væru aðgerðir sem muni auka ráðstöfunartekjur einstaklinga á næsta ári og auka svigrúm fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds. „En með þessu útspili stjórnvalda er með ótvíræðum hætti verið að draga úr álögum á launþega og launagreiðendur og liðka þannig fyrir kjarasamningum. Ljóst er að svigrúm til launahækkana er takmarkað. Enda hefur launaþróun undanfarinna ára verið hröð og hækkanir launa komnar að mörkum þess sem viðráðanlegt er talið. Eins og meðal annars er rakið í nýútkominni skýrslu um það efn,“ sagði Bjarni. Enda hefði kaupmáttur aukist um 25 prósent á undanförnum fjórum árum. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd sagði ástandið um margt minna á stöðuna rétt fyrir hrun árið 2008. Hann gagnrýndi 55 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári. „Þetta er íslenska sveiflan. Þetta er sá tímapunktur í hagsveiflunni þar sem ríkissjóður kann varla aura sinna tal,“ sagði Þorsteinn. Fjármunir streymdu í ríkissjóð því allir skattstofnar væru á hápunkti, eins og einnkaneyslan, fjárfesting atvinnulífsins og bygging íbúðarhúsnæðis sem skilaði ríkissjóði gríðarlegum tekjum. Það væri ekki merkilegur árangur að skila ríkissjóði með afgangi á slíkum tímum. „Hvað er öðruvísi nú? Því þetta hefur aldrei farið vel. Þessi mikla útgjaldaþensla á þessum tímapunkti hefur aldrei verið sérstaklega góð hugmynd í íslenskri hagstjórn. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þennan sveiflukennda gjaldmiðil. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þessa gríðarlega háu vexti,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Fyrsta umræða um fjárlögin mun standa fram á kvöld. Henni verður svo framhaldið á morgun þegar fagráðherrar gera grein fyrir áherslum sínum. Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnin var ýmist sökuð um of lítil útgjöld og skattalækkanir, eða glannaskap í útgjöldum á toppi hagsveiflunnar sem ekki yrði hægt að standa undir í framtíðinni. Í upphafsræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þróttmikinn vöxt undanfarinna ára hafa verið drifin áfram af vexti ferðaþjónustunnar og hefðbundnar atvinnugreinar, hátækni og hugverkaiðnaður hafi einnig stutt við hagvöxtinn. Nú væru hins vegar vísbendingar um að dragi úr hagvexti á næstu árum. Miklu skipti að búið hafi verið í haginn með mikilli niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin hefði þegar á þessu ári orðið við ýmsum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu væru aðgerðir sem muni auka ráðstöfunartekjur einstaklinga á næsta ári og auka svigrúm fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds. „En með þessu útspili stjórnvalda er með ótvíræðum hætti verið að draga úr álögum á launþega og launagreiðendur og liðka þannig fyrir kjarasamningum. Ljóst er að svigrúm til launahækkana er takmarkað. Enda hefur launaþróun undanfarinna ára verið hröð og hækkanir launa komnar að mörkum þess sem viðráðanlegt er talið. Eins og meðal annars er rakið í nýútkominni skýrslu um það efn,“ sagði Bjarni. Enda hefði kaupmáttur aukist um 25 prósent á undanförnum fjórum árum. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd sagði ástandið um margt minna á stöðuna rétt fyrir hrun árið 2008. Hann gagnrýndi 55 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári. „Þetta er íslenska sveiflan. Þetta er sá tímapunktur í hagsveiflunni þar sem ríkissjóður kann varla aura sinna tal,“ sagði Þorsteinn. Fjármunir streymdu í ríkissjóð því allir skattstofnar væru á hápunkti, eins og einnkaneyslan, fjárfesting atvinnulífsins og bygging íbúðarhúsnæðis sem skilaði ríkissjóði gríðarlegum tekjum. Það væri ekki merkilegur árangur að skila ríkissjóði með afgangi á slíkum tímum. „Hvað er öðruvísi nú? Því þetta hefur aldrei farið vel. Þessi mikla útgjaldaþensla á þessum tímapunkti hefur aldrei verið sérstaklega góð hugmynd í íslenskri hagstjórn. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þennan sveiflukennda gjaldmiðil. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þessa gríðarlega háu vexti,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Fyrsta umræða um fjárlögin mun standa fram á kvöld. Henni verður svo framhaldið á morgun þegar fagráðherrar gera grein fyrir áherslum sínum.
Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20
Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30