Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2018 20:30 Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. Netverslun á Íslandi vex nú tvöfalt hraðar en venjuleg verslun samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sú grein sem vex lang hraðast er netverslun með matvörur sem óx um 170% milli ára enda hafa fjölmargar nýjar matvörunetverslanir verið opnaðar á síðustu misserum.Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha.Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir þessa þróun eiga eftir að hafa mikil áhrif á verslunarstörf. „Þessi skýrsla segir að verslunarstörf eins við þekkjum þau í dag, að þeim muni fækka. En það er ekki þar með sagt að þeim muni fækka sem vinni í verslun. Heldur eðli starfanna mun breytast," segir Andrés Magnússon og bætir við að störfin verði sérhæfðari með aukinni tækniþróun.Í skýrslunni segir að ef höfð sé hliðsjón af varlegustu spám um framtíð verslunarstarfa í Noregi megi gera ráð fyrir að hlutfall vinnuafls í verslun fækki hér á landi úr 13% í 12% af heildarvinnuaflinu á næstu tólf árum. Það eru eru um tvö þúsund störf. Til dæmis er bent á sjálfsafgreiðslukassa sem krefjist færri starfsmanna en þurfi í hefðbundnar verslanir. Ein þeirra verslana sem stendur fremst í netverslun með mat á Íslandi er aha. Framkvæmdastjóri segir vöxtinn mjög öran. „Ég held að vöxturinn í þessu hjá okkur sé svona 70-80% á milli mánaða. Við hófum fyrst að bjóða þetta fyrir tveimur árum með verslunum Iceland og Nettó kom í kjölafrið líka og í dag erum við með 10 veitingastaði sem við erum líka ða keyra út fyrir," segir Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha. Fyrirtækið nýtir í dag tvo dróna sem fara með allt að fimm matarsendingar á dag og stefnir á frekari vöxt. „Þó þetta sé mikil stækkun milli ára er þetta enn lítið brot af verslun á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera," segir Helgi. Neytendur Tengdar fréttir Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. Netverslun á Íslandi vex nú tvöfalt hraðar en venjuleg verslun samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sú grein sem vex lang hraðast er netverslun með matvörur sem óx um 170% milli ára enda hafa fjölmargar nýjar matvörunetverslanir verið opnaðar á síðustu misserum.Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha.Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir þessa þróun eiga eftir að hafa mikil áhrif á verslunarstörf. „Þessi skýrsla segir að verslunarstörf eins við þekkjum þau í dag, að þeim muni fækka. En það er ekki þar með sagt að þeim muni fækka sem vinni í verslun. Heldur eðli starfanna mun breytast," segir Andrés Magnússon og bætir við að störfin verði sérhæfðari með aukinni tækniþróun.Í skýrslunni segir að ef höfð sé hliðsjón af varlegustu spám um framtíð verslunarstarfa í Noregi megi gera ráð fyrir að hlutfall vinnuafls í verslun fækki hér á landi úr 13% í 12% af heildarvinnuaflinu á næstu tólf árum. Það eru eru um tvö þúsund störf. Til dæmis er bent á sjálfsafgreiðslukassa sem krefjist færri starfsmanna en þurfi í hefðbundnar verslanir. Ein þeirra verslana sem stendur fremst í netverslun með mat á Íslandi er aha. Framkvæmdastjóri segir vöxtinn mjög öran. „Ég held að vöxturinn í þessu hjá okkur sé svona 70-80% á milli mánaða. Við hófum fyrst að bjóða þetta fyrir tveimur árum með verslunum Iceland og Nettó kom í kjölafrið líka og í dag erum við með 10 veitingastaði sem við erum líka ða keyra út fyrir," segir Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha. Fyrirtækið nýtir í dag tvo dróna sem fara með allt að fimm matarsendingar á dag og stefnir á frekari vöxt. „Þó þetta sé mikil stækkun milli ára er þetta enn lítið brot af verslun á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera," segir Helgi.
Neytendur Tengdar fréttir Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf