Telegraph fegrar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 16:00 Íslenskir landsliðsmenn fagna á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Telegraph fór yfir úrslitin og stöðu mála eftir fyrstu leikina í nýrri Þjóðadeild UEFA. Íslenska knattspyrnuævintýrið er vonandi bara í pásu en eftir fimm stórkostleg ár eru íslensku strákarnir með mótvind í fangið. Blaðmaður Telegraph fór yfir gang mála á síðustu dögum og tók fyrir sigurvegara hvers riðils í fyrsta landsleikjahléinu ásamt því að taka fyrir þau lið sem ollu vonbrigðum í hverjum riðli.The big winners and losers from week one of the Uefa Nations Leaguehttps://t.co/DVFa8tdVqa — Telegraph Football (@TeleFootball) September 12, 2018 Það þarf ekkert að fara í felur með það að útlitið er svart hjá íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö töp með markatölunni 0-9 í fyrstu tveimur leikjum sínum. Íslenska landsliðið getur farið að undirbúa sig fyrir B-deildina enda þarf liðið væntanlega að vinna síðustu tvo leiki sína til að eiga möguleika á því að halda sér uppi í A-deild. Greinarhöfundur Telegraph fegrar hins vegar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins með því að segja að íslenska landsliðið hafi komist í undanúrslitin á EM í Frakklandi 2016. Það má sjá þetta hér fyrir neðan.Skjámynd/Umföllun Telegraph um riðil ÍslandsÍslenska landsliðið sló vissulega út enska landsliðið í keppninni en það var í sextán liða úrslitum en ekki í átta liða úrslitum. Íslenska liðið tapaði 5-2 á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Wales komst aftur á móti alla leið í undanúrslitin en Wales var á sínu fyrsta Evrópumóti eins og íslenska liðið. Það kom ekkert á óvart að greinarhöfundir telji að baráttan um sigur í riðli Íslands standi á milli Sviss og Belgíu. Þar búa Belgar að því að eiga seinni leikinn á heimavelli sínum en þau mætast fyrst í Brussel í Belgíu. Það má sjá alla greinina með því að smella hér. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Telegraph fór yfir úrslitin og stöðu mála eftir fyrstu leikina í nýrri Þjóðadeild UEFA. Íslenska knattspyrnuævintýrið er vonandi bara í pásu en eftir fimm stórkostleg ár eru íslensku strákarnir með mótvind í fangið. Blaðmaður Telegraph fór yfir gang mála á síðustu dögum og tók fyrir sigurvegara hvers riðils í fyrsta landsleikjahléinu ásamt því að taka fyrir þau lið sem ollu vonbrigðum í hverjum riðli.The big winners and losers from week one of the Uefa Nations Leaguehttps://t.co/DVFa8tdVqa — Telegraph Football (@TeleFootball) September 12, 2018 Það þarf ekkert að fara í felur með það að útlitið er svart hjá íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö töp með markatölunni 0-9 í fyrstu tveimur leikjum sínum. Íslenska landsliðið getur farið að undirbúa sig fyrir B-deildina enda þarf liðið væntanlega að vinna síðustu tvo leiki sína til að eiga möguleika á því að halda sér uppi í A-deild. Greinarhöfundur Telegraph fegrar hins vegar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins með því að segja að íslenska landsliðið hafi komist í undanúrslitin á EM í Frakklandi 2016. Það má sjá þetta hér fyrir neðan.Skjámynd/Umföllun Telegraph um riðil ÍslandsÍslenska landsliðið sló vissulega út enska landsliðið í keppninni en það var í sextán liða úrslitum en ekki í átta liða úrslitum. Íslenska liðið tapaði 5-2 á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Wales komst aftur á móti alla leið í undanúrslitin en Wales var á sínu fyrsta Evrópumóti eins og íslenska liðið. Það kom ekkert á óvart að greinarhöfundir telji að baráttan um sigur í riðli Íslands standi á milli Sviss og Belgíu. Þar búa Belgar að því að eiga seinni leikinn á heimavelli sínum en þau mætast fyrst í Brussel í Belgíu. Það má sjá alla greinina með því að smella hér.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira