Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:59 Rúnar Már spilaði á hægri kantinum í dag Vísir/vilhelm Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira