Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Íþróttadeild skrifar 11. september 2018 20:54 Rúnar Már Sigurjónsson í baráttu við þá Jan Vertonghen og Vincent Kompany á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira