Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 16:00 Bjarni Ben fjármálaráðherra tilkynnti um 2000 króna hækkun að jafnaði á persónuafslættinum. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs, en tenging marka efra þrepsins við vísitölu launa skapar ákveðið misræmi þar sem persónuafslátturinn og þar með skattleysismörkin fylgja vísitölu neysluverðs. Við því er brugðist með því að festa mörk efra þrepsins við vísistölu verðlags. Við þetta er talið að jafnræði verði milli ólíkra tekjuhópa gagnvart skattkerfinu meira og skattgreiðslur almennings lækki um 1,7 milljarða króna. Talaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á kynningarfundi um fjárlögin í morgun að persónuafsláttur fólks muni að jafnaði hækka um 2.000 krónur á mánuði. Vísir leitaði til nokkurra sérfræðinga í eyðslu og voru þeir einfaldlega spurðir hvað þeir ætla sér að gera við þennan 24 þúsund kall sem þeir fá á ári frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna.Grínistinn Sólmundur Hólm er gríðarlega þakklátur fyrir breytinguna:„Þetta breytir öllu fyrir mig og fjölskylduna. Við erum að leita okkur að stærri og betri bíl og vorum að leita að einhverjum hagkvæmum kosti. Nú getum við valið það flottasta því peningar eru ekki lengur fyrirstaða.“Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, ætlar í flug, aðra leiðina: „Ég ætla að kaupa mér flug til Egilsstaða aðra leiðina og ís. Kannski fer ég í sund ef ég á afgang.“Kristín Ruth Jónsdóttir, útvarpskona á FM957, er einnig á leiðinni í flug: „Ætli ég myndi ekki bara kaupa mér aðra leiðina til Köben og eyða klinkinu sem er eftir á Strikinu.“Athafnarkonan Manúela Ósk Harðardóttir ætlar að horfa smá á sjónvarpið: „Ætli ég fái mér ekki Premium Netflix reikning og prófi þetta atriði sem Netflix er. Ég hef aldrei notað það og mér líður eins og útdauðri tegund þegar ég segi fólki það.“ Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs, en tenging marka efra þrepsins við vísitölu launa skapar ákveðið misræmi þar sem persónuafslátturinn og þar með skattleysismörkin fylgja vísitölu neysluverðs. Við því er brugðist með því að festa mörk efra þrepsins við vísistölu verðlags. Við þetta er talið að jafnræði verði milli ólíkra tekjuhópa gagnvart skattkerfinu meira og skattgreiðslur almennings lækki um 1,7 milljarða króna. Talaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á kynningarfundi um fjárlögin í morgun að persónuafsláttur fólks muni að jafnaði hækka um 2.000 krónur á mánuði. Vísir leitaði til nokkurra sérfræðinga í eyðslu og voru þeir einfaldlega spurðir hvað þeir ætla sér að gera við þennan 24 þúsund kall sem þeir fá á ári frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna.Grínistinn Sólmundur Hólm er gríðarlega þakklátur fyrir breytinguna:„Þetta breytir öllu fyrir mig og fjölskylduna. Við erum að leita okkur að stærri og betri bíl og vorum að leita að einhverjum hagkvæmum kosti. Nú getum við valið það flottasta því peningar eru ekki lengur fyrirstaða.“Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, ætlar í flug, aðra leiðina: „Ég ætla að kaupa mér flug til Egilsstaða aðra leiðina og ís. Kannski fer ég í sund ef ég á afgang.“Kristín Ruth Jónsdóttir, útvarpskona á FM957, er einnig á leiðinni í flug: „Ætli ég myndi ekki bara kaupa mér aðra leiðina til Köben og eyða klinkinu sem er eftir á Strikinu.“Athafnarkonan Manúela Ósk Harðardóttir ætlar að horfa smá á sjónvarpið: „Ætli ég fái mér ekki Premium Netflix reikning og prófi þetta atriði sem Netflix er. Ég hef aldrei notað það og mér líður eins og útdauðri tegund þegar ég segi fólki það.“
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira