Karen Kjartansdóttir nýr framkvæmdastjóri Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2018 14:24 Karen er þekkt fyrir að taka að sér ögrandi verkefni. fréttablaðið/eyþór Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Samfylkingunni og þá sem framkvæmdastjóri. Karen var síðast upplýsingafulltrúi United Silicon, hins umdeilda fyrirtækis á Suðurnesjum og þar áður var hún hjá útgerðarmönnum. Karen er þannig þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur?Neinei, þetta er einhver áskorunarfíkn, segir Karen og gantast með það, að hún hafi ekki veigrað sér við því að taka að sér ögrandi verkefni. Hún segir að þetta hafi gerst hratt, það að hún tók við þessu starfi. Og segir sóknarfæri í stöðunni fyrir Samfylkinguna. Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri en hann lét af störfum árið 2016. Þetta var í kjölfar afhroðs sem Samfylkingin galt í kosningum þá. Botninum er náð, sagði Kristján við það tækifæri. Enginn hefur gengt stöðunni síðan og í mörg horn að líta. „Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna,“ segir Karen. Hún segir friðsælla um að litast en oft áður og það sé gott að fá tækifæri til að koma að málum og vinna að því að kjarna flokkinn. Karen segist hafa gætt þess að halda sínum flokkspólitísku skoðunum til hlés, eða allt frá því hún var í blaðamennsku. „Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við,“ segir Karen. Og bætir því við að evrópskir jafnaðarmannaflokkar hafa verið burðarstólpar í ríkisstjórnum þeirra landa sem við helst lítum til. „Og urðu til að móta norrænt velferðarsamfélag. Við megum ekki gleyma því.“ Stj.mál Vistaskipti Tengdar fréttir Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Samfylkingunni og þá sem framkvæmdastjóri. Karen var síðast upplýsingafulltrúi United Silicon, hins umdeilda fyrirtækis á Suðurnesjum og þar áður var hún hjá útgerðarmönnum. Karen er þannig þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur?Neinei, þetta er einhver áskorunarfíkn, segir Karen og gantast með það, að hún hafi ekki veigrað sér við því að taka að sér ögrandi verkefni. Hún segir að þetta hafi gerst hratt, það að hún tók við þessu starfi. Og segir sóknarfæri í stöðunni fyrir Samfylkinguna. Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri en hann lét af störfum árið 2016. Þetta var í kjölfar afhroðs sem Samfylkingin galt í kosningum þá. Botninum er náð, sagði Kristján við það tækifæri. Enginn hefur gengt stöðunni síðan og í mörg horn að líta. „Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna,“ segir Karen. Hún segir friðsælla um að litast en oft áður og það sé gott að fá tækifæri til að koma að málum og vinna að því að kjarna flokkinn. Karen segist hafa gætt þess að halda sínum flokkspólitísku skoðunum til hlés, eða allt frá því hún var í blaðamennsku. „Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við,“ segir Karen. Og bætir því við að evrópskir jafnaðarmannaflokkar hafa verið burðarstólpar í ríkisstjórnum þeirra landa sem við helst lítum til. „Og urðu til að móta norrænt velferðarsamfélag. Við megum ekki gleyma því.“
Stj.mál Vistaskipti Tengdar fréttir Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50