Kínaheimsókn utanríkisráðherra lýkur í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2018 09:30 Fjögurra daga opinberri heimsókn utanríkisráðherra í Kína líkur í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lýkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína og um helgina hitti hann einnig aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra þar sem undirritaðir voru nokkrir samningar. „Þegar við gerðum fríverslunarsamninginn við Kína þá voru hins vegar nokkrir hlutir sem að stóðu útaf sem ekki hafa verið kláraðir og við erum að vinna að því að klára það og eitt af því snýr að sölu á lambakjöti en það þurfti að ganga frá heilbrigðisvottorði fyrir þá vöru og það var klárað,” sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Íslenskir lambakjötsframleiðendur geti þegar notið góðs af þessu að sögn ráðherra. „Það er mjög stórt skref að við séum búin að klára þetta varðandi lambakjötið. Við þekkjum það að við erum að selja á hverju ári nokkur hundruð tonn af lambakjöti til Japan, það er sömuleiðis góður markaður og vonandi munum við geta nýtt þessi tækifæri sem að þessi samningur býður upp á,” segir Guðlaugur Þór. Þá voru einnig undirritaðar bókanir um samstarf á sviði jarðvarma og netviðskipta. „Það snýr auðvitað ekki bara að því að auðvelda Kínverjum að selja okkur, þetta snýr líka að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur á kínverskan markað í gegnum þær leiðir,” segir Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn var ranglega fullyrt að einnig hafi verið undirritað bókanir við fríverslunarsamning er lúta að viðskiptum með fiskimjöl, lýsi, eldisfisk. Hið rétta er að það stendur til en er ófrágengið enn þá. Utanríkismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lýkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína og um helgina hitti hann einnig aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra þar sem undirritaðir voru nokkrir samningar. „Þegar við gerðum fríverslunarsamninginn við Kína þá voru hins vegar nokkrir hlutir sem að stóðu útaf sem ekki hafa verið kláraðir og við erum að vinna að því að klára það og eitt af því snýr að sölu á lambakjöti en það þurfti að ganga frá heilbrigðisvottorði fyrir þá vöru og það var klárað,” sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Íslenskir lambakjötsframleiðendur geti þegar notið góðs af þessu að sögn ráðherra. „Það er mjög stórt skref að við séum búin að klára þetta varðandi lambakjötið. Við þekkjum það að við erum að selja á hverju ári nokkur hundruð tonn af lambakjöti til Japan, það er sömuleiðis góður markaður og vonandi munum við geta nýtt þessi tækifæri sem að þessi samningur býður upp á,” segir Guðlaugur Þór. Þá voru einnig undirritaðar bókanir um samstarf á sviði jarðvarma og netviðskipta. „Það snýr auðvitað ekki bara að því að auðvelda Kínverjum að selja okkur, þetta snýr líka að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur á kínverskan markað í gegnum þær leiðir,” segir Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn var ranglega fullyrt að einnig hafi verið undirritað bókanir við fríverslunarsamning er lúta að viðskiptum með fiskimjöl, lýsi, eldisfisk. Hið rétta er að það stendur til en er ófrágengið enn þá.
Utanríkismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira