Utanríkismál Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6.1.2026 14:29 Öryggi Íslands hefur aldrei hvílt á alþjóðalögum einum saman Smáríki eiga vissulega mikið undir því að reglur séu virtar – en þau eiga ekki allt undir því. Smáríki eiga einnig mikið undir bandalögum við önnur ríki, eigin trúverðugleika, fyrirsjáanlegri hegðun, vel ígrunduðum yfirlýsingum ráðamanna og skýrri stefnumörkun. Umræðan 6.1.2026 13:55 Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02 Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55 „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Erlent 5.1.2026 21:57 „Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10 Venesúela og sögulegu fordæmin Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið. Umræðan 5.1.2026 14:18 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43 Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Innlent 5.1.2026 11:09 Utanríkismálaárið 2025 Miklar blikur voru á lofti í utanríkismálum Íslands á nýliðnu ári. Gjörvöll Evrópa stendur á miklum tímamótum. Senn eru fjögur ár liðin frá því að allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu hófst og frá því að Donald Trump tók aftur við valdataumunum vestanhafs fyrir tæpu ári hefur hann gjörbreytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Skoðun 5.1.2026 09:30 „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra norrænu leiðtoga sem lýst hafa yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í framhaldi af enn einum ummælum Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir ósk sinni um að eignast Grænland. Innlent 5.1.2026 07:28 „Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25 Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“. Innlent 4.1.2026 12:39 „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Innlent 3.1.2026 21:55 „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. Innlent 3.1.2026 19:23 Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkið standi straum af kostnaði við að flytja táningsstúlku og ömmu hennar sem létust í bílslysi ytra heim til Íslands. Móðir drengs í fíknimeðferð í Suður-Afríku segir gjörbreytingu hafa orðið á syni hennar í meðferðinni ytra undanfarnar vikur. Sjálfur líti hann svo á að það hafi bjargað lífi hans að fara í meðferðina. Móðirin vill að ríkið greiði fyrir meðferðir drengjanna. Innlent 23.12.2025 09:27 Lengsta sjálfsvígsbréf í sögu Bandaríkjanna Ef þær hugmyndir sem birtast í nýútkominni þjóðaröryggisstefnu verða lagðar til grundvallar raunverulegri stefnumótun mun áhrifavald Bandaríkjanna í heiminum dvína hratt og geta landsins til að verja sig sjálft og bandamenn sína minnka verulega. Afleiðingarnar verða bæði pólitískar og efnahagslegar – og þær munu snerta alla Bandaríkjamenn. Umræðan 20.12.2025 11:27 Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. Innlent 19.12.2025 18:30 Katrín orðin stjórnarformaður Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við stöðu stjórnarformanns nýrrar gervigreindarmiðstöðvar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Miðstöðin sem hefur fengið nafnið New Nordics AI var stofnuð fyrr í haust en Katrín gegnir stjórnarformennsku fyrir hönd Almannaróms. Innlent 19.12.2025 10:50 Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. Innlent 17.12.2025 15:30 Bölvun Trumps 2.0 Kjarni málsins er sá að annað kjörtímabil Trumps er æfing í pólitískri óskhyggju. Í þetta sinn ætlar hann ekki að láta lögfræðilegar athugasemdir eða eigin fyrri gjörðir standa í vegi. Listinn yfir öfgastefnur sem hann ræddi á fyrra kjörtímabili en hefur fyrst nú framfylgt er langur. Umræðan 17.12.2025 08:56 „Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Innlent 16.12.2025 22:37 Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. Innlent 16.12.2025 13:27 Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Viðskipti innlent 16.12.2025 10:13 Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Viðskipti innlent 16.12.2025 09:26 Kjósið reið og óupplýst! Þökk sé EES get ég stundað nám við einn virtasta skóla Frakklands á verði HÍ og fæ til þess styrki frá EES í ofan á lag. Í kjölfarið væri svo lítið mál fyrir mig að fá vinnu og starfa innan EES. Skoðun 15.12.2025 12:02 Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi. Innlent 12.12.2025 08:45 Vill skoða úrsögn úr EES Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. Innlent 11.12.2025 16:06 Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB. Innlent 11.12.2025 12:30 Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. Innlent 10.12.2025 16:33 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 50 ›
Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6.1.2026 14:29
Öryggi Íslands hefur aldrei hvílt á alþjóðalögum einum saman Smáríki eiga vissulega mikið undir því að reglur séu virtar – en þau eiga ekki allt undir því. Smáríki eiga einnig mikið undir bandalögum við önnur ríki, eigin trúverðugleika, fyrirsjáanlegri hegðun, vel ígrunduðum yfirlýsingum ráðamanna og skýrri stefnumörkun. Umræðan 6.1.2026 13:55
Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02
Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55
„Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Erlent 5.1.2026 21:57
„Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10
Venesúela og sögulegu fordæmin Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið. Umræðan 5.1.2026 14:18
Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43
Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Innlent 5.1.2026 11:09
Utanríkismálaárið 2025 Miklar blikur voru á lofti í utanríkismálum Íslands á nýliðnu ári. Gjörvöll Evrópa stendur á miklum tímamótum. Senn eru fjögur ár liðin frá því að allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu hófst og frá því að Donald Trump tók aftur við valdataumunum vestanhafs fyrir tæpu ári hefur hann gjörbreytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Skoðun 5.1.2026 09:30
„Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra norrænu leiðtoga sem lýst hafa yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í framhaldi af enn einum ummælum Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir ósk sinni um að eignast Grænland. Innlent 5.1.2026 07:28
„Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25
Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“. Innlent 4.1.2026 12:39
„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Innlent 3.1.2026 21:55
„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. Innlent 3.1.2026 19:23
Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkið standi straum af kostnaði við að flytja táningsstúlku og ömmu hennar sem létust í bílslysi ytra heim til Íslands. Móðir drengs í fíknimeðferð í Suður-Afríku segir gjörbreytingu hafa orðið á syni hennar í meðferðinni ytra undanfarnar vikur. Sjálfur líti hann svo á að það hafi bjargað lífi hans að fara í meðferðina. Móðirin vill að ríkið greiði fyrir meðferðir drengjanna. Innlent 23.12.2025 09:27
Lengsta sjálfsvígsbréf í sögu Bandaríkjanna Ef þær hugmyndir sem birtast í nýútkominni þjóðaröryggisstefnu verða lagðar til grundvallar raunverulegri stefnumótun mun áhrifavald Bandaríkjanna í heiminum dvína hratt og geta landsins til að verja sig sjálft og bandamenn sína minnka verulega. Afleiðingarnar verða bæði pólitískar og efnahagslegar – og þær munu snerta alla Bandaríkjamenn. Umræðan 20.12.2025 11:27
Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. Innlent 19.12.2025 18:30
Katrín orðin stjórnarformaður Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við stöðu stjórnarformanns nýrrar gervigreindarmiðstöðvar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Miðstöðin sem hefur fengið nafnið New Nordics AI var stofnuð fyrr í haust en Katrín gegnir stjórnarformennsku fyrir hönd Almannaróms. Innlent 19.12.2025 10:50
Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. Innlent 17.12.2025 15:30
Bölvun Trumps 2.0 Kjarni málsins er sá að annað kjörtímabil Trumps er æfing í pólitískri óskhyggju. Í þetta sinn ætlar hann ekki að láta lögfræðilegar athugasemdir eða eigin fyrri gjörðir standa í vegi. Listinn yfir öfgastefnur sem hann ræddi á fyrra kjörtímabili en hefur fyrst nú framfylgt er langur. Umræðan 17.12.2025 08:56
„Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Innlent 16.12.2025 22:37
Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. Innlent 16.12.2025 13:27
Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Viðskipti innlent 16.12.2025 10:13
Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Viðskipti innlent 16.12.2025 09:26
Kjósið reið og óupplýst! Þökk sé EES get ég stundað nám við einn virtasta skóla Frakklands á verði HÍ og fæ til þess styrki frá EES í ofan á lag. Í kjölfarið væri svo lítið mál fyrir mig að fá vinnu og starfa innan EES. Skoðun 15.12.2025 12:02
Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi. Innlent 12.12.2025 08:45
Vill skoða úrsögn úr EES Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. Innlent 11.12.2025 16:06
Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB. Innlent 11.12.2025 12:30
Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. Innlent 10.12.2025 16:33