Rekstrarleyfin veitti Matvælastofnun Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Formaður Vestfjarðarstofu gagnrýnir niðurstöðuna harðlega.

Hann segir ljóst að úrskurðurinn hafi gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og á landið í heild en gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins. Stjórnin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
„Það að afturkalla rekstrarleyfið þýðir að atvinnulífið er að taka á sig mikið högg. Það þýðir högg á fjölskyldur, vinnandi fólk og samfélög. Ég gagnrýni þegar fólk getur tekið agressífar stjórnsýsluákvarðanir án þess að hafa fólk inni í menginu. Það er eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig, en ekki fólkið en við erum fyrst og fremst að þjónusta og sinna fólki, það er vont þegar svona niðurstaða hefur jafn mikil áhrif á samfélag og mannlíf.“