Pogba spilar á morgun: „Hvaða rifrildi?“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2018 13:22 José Mourinho er stjóri Manchester United Vísir/Getty Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum. Pogba og Mourinho hafa átt fyrirsagnir allra blaða og miðla síðustu daga eftir að Mourinho tók af honum varafyrirliðabandið. Það virtist greinilegt að samband stjórans og miðjumannsins væri í molum og menn kepptust við að færa af því fréttir að Pogba væri á förum í janúar. United sækir West Ham heim í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun og vildu blaðamenn vita hvort Frakkinn yrði í byrjunarliðinu. Mourinho sagði hann yrði þar, það hefði aldrei hvarlað að honum að bekkja Pogba. „Sambandið á milli leikmanns og knattspyrnustjóra er gott. Það er ekkert meira samaband á milli fyrirliða, eða eins af fyrirliðunum, og stjórans,“ sagði Mourinho.Paul Pogba er sagður ósáttur við Mourinho.vísir/getty„Það æfði enginn betur en Paul á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag eða föstudag. Sumir æfðu eins vel og hann en enginn æfði betur og hann spilar á morgun.“ „Enginn leikmaður er stærri en félagið. Ef ég er sáttur við vinnuframlag hans þá spilar hann. Ég er mjög ánægður með vinnuframlag hans í vikunni.“ „Liðið þarf á góðum leikmönnum að halda, hann er góður leikmaður. Liðið þarf á leikmönnum með karakter, hann er með karakter. Svo hann spilar á morgun.“ Á miðvikudag birti Sky Sports myndband af æfingu United þar sem Pogba og Mourinho áttu í kuldalegum samskiptum. Spurður út í myndbandið hafði Mourinho þetta að segja: „Þetta kemur oft fyrir. Ég á samtöl við leikmennina marg oft. Hávær gagnrýni og háværar skipanir eiga sér stað á hverjum degi. Þjálfun snýst um það.“ „Þið búið til einhverjar fréttir úr þessu svo ég er mjög ánægður með að það eru bara opnar æfingar í fimmtán mínútur einu sinni á mánuði.“ „Hvaða rifrildi? Þetta var ekki rifrildi,“ sagði Jose Mourinho. Enski boltinn Tengdar fréttir Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30 Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30 Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00 Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum. Pogba og Mourinho hafa átt fyrirsagnir allra blaða og miðla síðustu daga eftir að Mourinho tók af honum varafyrirliðabandið. Það virtist greinilegt að samband stjórans og miðjumannsins væri í molum og menn kepptust við að færa af því fréttir að Pogba væri á förum í janúar. United sækir West Ham heim í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun og vildu blaðamenn vita hvort Frakkinn yrði í byrjunarliðinu. Mourinho sagði hann yrði þar, það hefði aldrei hvarlað að honum að bekkja Pogba. „Sambandið á milli leikmanns og knattspyrnustjóra er gott. Það er ekkert meira samaband á milli fyrirliða, eða eins af fyrirliðunum, og stjórans,“ sagði Mourinho.Paul Pogba er sagður ósáttur við Mourinho.vísir/getty„Það æfði enginn betur en Paul á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag eða föstudag. Sumir æfðu eins vel og hann en enginn æfði betur og hann spilar á morgun.“ „Enginn leikmaður er stærri en félagið. Ef ég er sáttur við vinnuframlag hans þá spilar hann. Ég er mjög ánægður með vinnuframlag hans í vikunni.“ „Liðið þarf á góðum leikmönnum að halda, hann er góður leikmaður. Liðið þarf á leikmönnum með karakter, hann er með karakter. Svo hann spilar á morgun.“ Á miðvikudag birti Sky Sports myndband af æfingu United þar sem Pogba og Mourinho áttu í kuldalegum samskiptum. Spurður út í myndbandið hafði Mourinho þetta að segja: „Þetta kemur oft fyrir. Ég á samtöl við leikmennina marg oft. Hávær gagnrýni og háværar skipanir eiga sér stað á hverjum degi. Þjálfun snýst um það.“ „Þið búið til einhverjar fréttir úr þessu svo ég er mjög ánægður með að það eru bara opnar æfingar í fimmtán mínútur einu sinni á mánuði.“ „Hvaða rifrildi? Þetta var ekki rifrildi,“ sagði Jose Mourinho.
Enski boltinn Tengdar fréttir Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30 Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30 Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00 Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30
Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30
Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00
Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48