Finau með stórbrotið högg er Bandaríkin tóku tveggja vinninga forystu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2018 12:43 Finau fagnar á hringnum í morgun vísir/getty Bandaríkin eru með 3-1 forystu eftir fyrstu keppnislotu Ryder-bikarsins í golfi sem hófst í morgun á Le Golf National-vellinum. Keppt var í fjórbolta, þar sem keppt er í tveggja manna liðum og sá kylfingur sem á lægsta skor á hverri holu vinnur holuna. Dustin Johnson og Rickie Fowler voru fyrstir til þess að næla í vinning, þeir höfðu betur gegn Rory McIlroy og Thorbjorn Olesen 4&2. Justin Rose og John Rahm höfðu leitt viðureign sína við Brooks Koepka og Tony Finau lengst af en ótrúlegt teighögg Finau á sextándu holu þar sem boltinn var við það að fara í vatnið en skoppaði rétt við pinnann snéri viðureigninni við og náðu þeir að taka sigurinn á 18. holu. Paul Casey og Tyrell Hatton voru komnir þremur holum undir gegn Justin Thomas og Jordan Spieth en náðu að jafna þegar fimm holur voru eftir. Spieth og Thomas voru hins vegar of sterkir og tóku unnu leikinn á erfiðri 18. holu. Eina evrópska liðið sem náði í sigur var Francesco Molinari og Tommy Fleetwood. Fleetwood fór á kostum á síðustu holunum og tryggði sigur gegn Patrick Reed og Tiger Woods 3&1. Enn gengur því ekkert hjá Tiger í Ryder-bikarnum en hann náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu á lokamóti PGA mótaraðarinnar um síðustu helgi. Keppni í fjórmenningi er hafin og er bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkin eru með 3-1 forystu eftir fyrstu keppnislotu Ryder-bikarsins í golfi sem hófst í morgun á Le Golf National-vellinum. Keppt var í fjórbolta, þar sem keppt er í tveggja manna liðum og sá kylfingur sem á lægsta skor á hverri holu vinnur holuna. Dustin Johnson og Rickie Fowler voru fyrstir til þess að næla í vinning, þeir höfðu betur gegn Rory McIlroy og Thorbjorn Olesen 4&2. Justin Rose og John Rahm höfðu leitt viðureign sína við Brooks Koepka og Tony Finau lengst af en ótrúlegt teighögg Finau á sextándu holu þar sem boltinn var við það að fara í vatnið en skoppaði rétt við pinnann snéri viðureigninni við og náðu þeir að taka sigurinn á 18. holu. Paul Casey og Tyrell Hatton voru komnir þremur holum undir gegn Justin Thomas og Jordan Spieth en náðu að jafna þegar fimm holur voru eftir. Spieth og Thomas voru hins vegar of sterkir og tóku unnu leikinn á erfiðri 18. holu. Eina evrópska liðið sem náði í sigur var Francesco Molinari og Tommy Fleetwood. Fleetwood fór á kostum á síðustu holunum og tryggði sigur gegn Patrick Reed og Tiger Woods 3&1. Enn gengur því ekkert hjá Tiger í Ryder-bikarnum en hann náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu á lokamóti PGA mótaraðarinnar um síðustu helgi. Keppni í fjórmenningi er hafin og er bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira