Fótbolti

EM 2024 verður í Þýskalandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Joachim Löw er landsliðsþjálfari Þýskalands
Joachim Löw er landsliðsþjálfari Þýskalands vísir/getty

Evrópumótið í fótbolta árið 2024 verður haldið í Þýskalandi. UEFA tilkynnti um ákvörðun sína rétt í þessu.



Valið stóð á milli Þýskalands og Tyrklands, það voru einu þjóðirnar sem buðu sig fram til þess að halda mótið.



Þýskaland er eitt af þeim 12 löndum þar sem leikir á EM 2020 fara fram, en mótið verður leikið um alla Evrópu í tilefni afmælis UEFA.



Þýskaland hefur aldrei áður haldið lokakeppni Evrópumóts, að undanskildu EM 1988 sem var haldið í Vestur-Þýskalandi. Þýskaland hefur hins vegar haldið lokakeppni HM, bæði árið 2006 og 1974.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×