Dæmdur fyrir hótanir: „Stúta þessum læknabeljum“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2018 11:31 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum. Dómsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum.
Dómsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira