Kringlan verður „stafræn verslunarmiðstöð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2018 10:53 Í Kringlunni eru starfræktar yfir 170 verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahú Vísir/Vilhelm Stjórnendur Kringlunnar vinna nú að því að gera tækninni hærra undir höfði í starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er að verða það sem þau kalla „stafræn verslunarmiðstöð.“ Til að mynda sé ætlunin að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um allar þær vörur sem fáanlegar eru í verslunarmiðstöðinni á heimasíðu Kringlunnar. Þá verða settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir í Kringlunni þar sem hægt verður að nálgast margvíslegar upplýsingar, til að mynda hvar hægt sé að fá tilteknar vörur. Sigurjón segir að markmiðið sé að koma til móts við breytta kauphegðun fólks. Sífellt stærri hluti verslunar fer fram á netinu, eins og ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar ber með sér. Engu að síður eigi kaupmennska sér áfram framtíð í „áþreifanlegum verslunum“ (e. brick and mortar), stafræn sókn Kringlunnar sé þannig tilraun til að samþætta þessa tvo anga verslunarinnar. „Þegar fólk leitar sér að vörum, eins og buxum eða skóm, hefst leitin yfirleitt á Google. Það sem gerist með því að Kringlan verður stafræn er að hún verður hluti af þessari leit fólks á netinu, sem hún er ekki í dag,“ útskýrir Sigurjón. Þannig muni fólk geta séð hvort þær vörur sem það leitar að séu fáanlegar í Kringlunni. „Í dag færðu ekki það safn af vörum sem til eru í húsinu, undir hatti Kringlunnar. Því ætlum við að breyta,“ segir Sigurjón.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.VísirÍ fyllingu tímans munu kaupmenn í Kringlunni fá aðgang að gagnagrunni þangað sem þeir geta sett inn vörur sínar. Þær munu síðan birtast á heimasíðu Kringlunnar. Leiti fólk til að mynda að svörtum skóm á vefsíðunni muni það fá upplýsingar um alla svarta skó, í öllum verslunum Kringlunnar. Þegar fólk smellir svo á það skópar sem því líst best á er það sent inn á vefsvæði viðeigandi verslunar. Sigurjón segir að í framtíðinni stefni Kringlan þó að því að viðskiptavinir geti klárað kaupin inni á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. Ætla má að fjöldi vara sem sjáanlegur er á heimasíðu Kringlunnar muni ráðast á þátttöku kaupmannanna. Sigurjón undirstrikar þó að ávinningurinn fyrir viðskiptavini og kaupmenn sé gagnkvæmur. „Við erum að auðvelda báðum lífið; kaupmönnum að koma vörum á framfæri og viðskiptavininum að sjá vöruúrvalið og geta valið úr.“ Þá segir Sigurjón að húsið sjálft muni einnig taka á sig gagnvirka og stafræna mynd. Þannig verður komið upp skjám í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um þær vörur sem fáanlegar eru hverju sinni í húsinu. Þar að auki munu skjáir auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í Kringlunni. Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag en ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær áætlað sé að hún verði komin að fullu í gagnið. Neytendur Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Stjórnendur Kringlunnar vinna nú að því að gera tækninni hærra undir höfði í starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er að verða það sem þau kalla „stafræn verslunarmiðstöð.“ Til að mynda sé ætlunin að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um allar þær vörur sem fáanlegar eru í verslunarmiðstöðinni á heimasíðu Kringlunnar. Þá verða settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir í Kringlunni þar sem hægt verður að nálgast margvíslegar upplýsingar, til að mynda hvar hægt sé að fá tilteknar vörur. Sigurjón segir að markmiðið sé að koma til móts við breytta kauphegðun fólks. Sífellt stærri hluti verslunar fer fram á netinu, eins og ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar ber með sér. Engu að síður eigi kaupmennska sér áfram framtíð í „áþreifanlegum verslunum“ (e. brick and mortar), stafræn sókn Kringlunnar sé þannig tilraun til að samþætta þessa tvo anga verslunarinnar. „Þegar fólk leitar sér að vörum, eins og buxum eða skóm, hefst leitin yfirleitt á Google. Það sem gerist með því að Kringlan verður stafræn er að hún verður hluti af þessari leit fólks á netinu, sem hún er ekki í dag,“ útskýrir Sigurjón. Þannig muni fólk geta séð hvort þær vörur sem það leitar að séu fáanlegar í Kringlunni. „Í dag færðu ekki það safn af vörum sem til eru í húsinu, undir hatti Kringlunnar. Því ætlum við að breyta,“ segir Sigurjón.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.VísirÍ fyllingu tímans munu kaupmenn í Kringlunni fá aðgang að gagnagrunni þangað sem þeir geta sett inn vörur sínar. Þær munu síðan birtast á heimasíðu Kringlunnar. Leiti fólk til að mynda að svörtum skóm á vefsíðunni muni það fá upplýsingar um alla svarta skó, í öllum verslunum Kringlunnar. Þegar fólk smellir svo á það skópar sem því líst best á er það sent inn á vefsvæði viðeigandi verslunar. Sigurjón segir að í framtíðinni stefni Kringlan þó að því að viðskiptavinir geti klárað kaupin inni á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. Ætla má að fjöldi vara sem sjáanlegur er á heimasíðu Kringlunnar muni ráðast á þátttöku kaupmannanna. Sigurjón undirstrikar þó að ávinningurinn fyrir viðskiptavini og kaupmenn sé gagnkvæmur. „Við erum að auðvelda báðum lífið; kaupmönnum að koma vörum á framfæri og viðskiptavininum að sjá vöruúrvalið og geta valið úr.“ Þá segir Sigurjón að húsið sjálft muni einnig taka á sig gagnvirka og stafræna mynd. Þannig verður komið upp skjám í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um þær vörur sem fáanlegar eru hverju sinni í húsinu. Þar að auki munu skjáir auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í Kringlunni. Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag en ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær áætlað sé að hún verði komin að fullu í gagnið.
Neytendur Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent